Skip to main content
Spotify for Podcasters
Absolute Training

Absolute Training

By Absolute Training

Podcast ætlað iðkendum Absolute Training sem og öllum sem hafa áhuga á andlegri og líkamlegri þjálfun.
Available on
Apple Podcasts Logo
Google Podcasts Logo
Overcast Logo
Pocket Casts Logo
RadioPublic Logo
Spotify Logo
Currently playing episode

Absolute Training Intro

Absolute TrainingApr 06, 2020

00:00
09:01
Júní vika 4 - Bjartsýni með Jóni Ragnari Jónssyni

Júní vika 4 - Bjartsýni með Jóni Ragnari Jónssyni

Jón Ragnar Jónsson er betur þekktur sem @jonfromiceland á Instagram. Jón fer sínar eigin leiðir og lætur það ekki stoppa sig í að ná árangri þó hann passi ekki í fyrirfram ákveðin box. Hann þorir að fara út í óvissuna og gerir það með bjartsýnina með sér. Þannig leysir hann þau vandamál sem á vegi hans verða og sér tækifæri í vandamálunum. Í þættinum fer hann yfir það hvernig hann fór frá því að starfa hjá ýmsum spennandi fyrirtækjum og yfir í það að stofna sitt eigið fyrirtæki. 

Jun 25, 202101:00:50
Júní vika 3 - Ótti með Valentínu Tinganelli

Júní vika 3 - Ótti með Valentínu Tinganelli

Í þessum þætti færð þú að kynnast Valentínu sem er hönnuður, móðir og margt fleira. Valentína hefur tekist á við ótta á svo flottan hátt. Í þættinum ræðum við um það hvernig hún hugsar um óttann og hvað hún gerir til þess að láta hann ekki stoppa sig heldur hvetja sig áfram. Valentína hefur tileinkað sér það að tala um hlutina, vinna úr þeim í stað þess að burðast með eitthvað inni í sér sem jafnvel vex upp í vanlíðan og ótta yfir langan tíma. 

Jun 18, 202150:52
Október vika 1 - Bucketlistinn með Dóru Júlíu

Október vika 1 - Bucketlistinn með Dóru Júlíu

Dóra Júlía er landsþekktur plötusnúður og hefur verið það síðustu 3 ár. Dóra Júlía hefur einstakt hugarfar gagnvart lífinu, hún er ótrúlega jákvæð, lætur hlutina verða að veruleika og er óhrædd við að hugsa út fyrir boxið. Hún kom í Podcast til að deila því með okkur hvernig hún hugsar um markmið og lífið almennt. 

Oct 02, 202058:21
September vika 4 - Rútan með Fanneyju Dóru

September vika 4 - Rútan með Fanneyju Dóru

Fanney Dóra er frábær fyrirmynd. Hún er þáttastjórnandi podcastþáttarins Seiglan og er með vinsælan Instagram aðgang þar sem hún deilir ýmsum ráðum tengt húðvörum og förðun. Hún leyfir fólki að fylgjast náið með lífi sínu með kærasta sínum, honum Aroni og kisunum þeirra, Sebastíani og Ísold (sem eru líka með Instagram). Fanney Dóra hefur lengi stundað Absolute Training og hefur fyrir þann tíma verið dugleg að huga að andlegri heilsu þar sem hún hefur þurft að vinna sig í gegnum kvíða og þunglyndi. Hún kynnti Absolute Training fyrir rútunni sem nýtist fólki til að skoða samböndin við fólkið í lífi sínu.  

Sep 24, 202056:36
Ágúst vika 2 - Stress með Björgvini Páli Gústavssyni

Ágúst vika 2 - Stress með Björgvini Páli Gústavssyni

Björgvin Páll Gústavsson er kunnugur flestum sem markmaður í handbolta. Hann er líka þriggja, verðandi fjögurra, barna faðir. Hann hefur gífurlega mikinn metnað fyrir að hjálpa öðrum og er með marga bolta á lofti. Fortíð og lífstíll Björgvins krefst þess að hann þarf að huga að andlegu hliðinni. Hann hefur skoðað mikið öndun og aðrar leiðir til þess að draga úr og læra að lifa með streitunni í lífi sínu. Í þættinum deilir Björgin hvernig hann lítur á streitu og hvernig hann tekst á við hana. . 

Aug 14, 202001:00:00
Ágúst vika 1 - Lífstílshönnun með Tönju Ýr

Ágúst vika 1 - Lífstílshönnun með Tönju Ýr

Tanja Ýr hefur lagt mikið á sig til að komast á þann stað sem hún er í dag og er hvergi nærri hætt. Hún deilir því með okkur í þættinum hvernig hún tileinkar sér markmiðasetningu og áskoranir sem hún hefur tekist á við í áttina að drauminum sínum. Tanja Ýr kemur hlutunum í verk og lætur ekkert stoppa sig og er klárlega manneskja sem er spennandi að fylgjast með. 

Aug 11, 202041:22
Júní vika 2 - Árangur með Valgerði Tryggvadóttur og Láru Hafliða

Júní vika 2 - Árangur með Valgerði Tryggvadóttur og Láru Hafliða

Valgerður er sjúkraþjálfari og heldur úti Instagram síðunni MVMNThealth. Í sumar er Valgerður að þjálfa hlaupanámskeið Absolute Training í samstarfi við Movement Health ásamt Láru Hafliða, þjálfara Absolute Training. Valgerður og Lára hafa báðar mikinn áhuga á að vinna með fólki, hjálpa því að hreyfa sig rétt og  án verkja. Í þættinum deila þær því hvernig þær líta á árangur og hvernig það getur breyst. Það er mikilvægt að skilgreina árangur út frá sínum viðmiðum. 

Jun 12, 202050:32
Maí vika 4 - Heppni með Stellu Rósenkranz

Maí vika 4 - Heppni með Stellu Rósenkranz

Athugið: Hljóðgalli er á fyrstu 30 sek af þættinum. Stella Rósenkranz er einn flottasti dansari og danshöfundur okkar Íslendinga og hefur verið dugleg að skapa sér tækifæri á því sviði eða eins og sumir myndu segja,  hún hefur verið ótrúlega heppin með verkefni. Í þættinum er einmitt rætt  við Stellu um heppni og hvernig við getum aukið heppnina í okkar lífi og hvað heppni er í raun og veru. 

May 29, 202035:00
Maí vika 3 - Aldrei gefast upp með Katrínu Tönju

Maí vika 3 - Aldrei gefast upp með Katrínu Tönju

Katrín Tanja Davíðsdóttir er tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit og segir hún hugarþjálfun hafa hjálpað sér að líta öðrum augum á hverja keppnisgrein á heimsleikunum og þannig náð að einbeita sér að því að gera SITT besta. Katrín Tanja er með ótrúlegt hugarfar og lætur ekkert stoppa sig. Hún finnur leiðir til að komast þangað sem hún ætlar sér. Hún er algjör fyrirmynd og mikill innblástur. 

May 22, 202050:44
Maí vika 2 - Hamingja með Lilju Gísla

Maí vika 2 - Hamingja með Lilju Gísla

Lilja Gísla er athafnarkona mikil. Hún hefur stundað Absolute Training í meira en ár. Hún er með skýr markmið og leggur mikinn metnað í andlega vinnu. Hún er bloggari á Platonic.is, tónlistarkona, kökugerðarmeistari, yndisleg, skemmtileg, kraftmikil, jákvæð og hugrökk. Í þættinum er rætt um hamingju sem er umræðuefni vikunnar í viku 2 í maí hjá Absolute Training. Hvað er hamingja ? Hvernig getum við haft áhrif á það að hafa meira af henni í okkar lífi ? Allt þetta og margt fleira er rætt í Podcast þætti vikunnar. 

May 15, 202040:08
Maí vika 1 - To-Do listinn með Sólrúnu Diego

Maí vika 1 - To-Do listinn með Sólrúnu Diego

Sólrún Diego er löngu orðin þekkt fyrir frábær ráð þegar kemur að heimilisstörfum. Hún nýtir sér sérstaklega To-Do lista til að halda utan um þau verkefni sem framundan eru. Í þættinum deilir Sólrún því hvernig þetta byrjaði hjá henni, hvernig To-Do listinn hefur nýst henni og fjölskyldu sinni og fer svo fyrir sín markmið og hvað er framundan. 

May 08, 202040:28
Apríl vika 4 - Afsakanir með Láru Hafliða og Kollu Björns

Apríl vika 4 - Afsakanir með Láru Hafliða og Kollu Björns

Lára Hafliða og Kolla Björns eru þjálfarar Absolute Training. Í þættinum er rætt um afsakanir og hvernig við frestum oft markmiðum okkar útaf þeim. Stundum eru við búin að skilgreiða okkur á ákveðin hátt og þannig búin að búa til afsakanir sem jafnvel ferðast með okkur í gegnum lífið. 

Apr 24, 202039:49
Apríl vika 3 - Fyrirgefning með Láru Hafliða og Kollu Björns

Apríl vika 3 - Fyrirgefning með Láru Hafliða og Kollu Björns

Lára Hafliða og Kolla Björns eru þjálfarar hjá Absolute Training. Umræða viku 3 í andlega hluta Absolute Training er fyrirgefning. Í þættinum er rætt um það hvað fyrirgefning getur haft góð áhrif á okkur og hvernig hún getur hjálpað okkur að halda áfram og festast ekki í atburðum fortíðarinnar. 

Apr 17, 202038:56
Apríl vika 2 - Árangursbrekkan með Helga Rúnari Óskarssyni

Apríl vika 2 - Árangursbrekkan með Helga Rúnari Óskarssyni

Helgi Rúnar Óskarsson er forstjóri 66Norður og hefur í gegnum tíðina tileinkað sér hugarfar til að ná árangri í lífinu og gefast ekki upp fyrr en markmiðinu er náð. Helgi er pabbi Söndru sem þróaði Absolute Training og hefur hún því notið góðs af þessari hugarfarsþjálfun um árabil. Helgi og Sandra ræða í þessum þætti um árangursbrekkuna og hvernig hún hefur hjálpað þeim að halda áfram að vinna í sínum markmiðum með jákvæðum hug. 

Apr 10, 202034:41
Absolute Training Intro

Absolute Training Intro

Absolute Training Podcastið er hugsað í þeim tilgangi að iðkendur okkar fái dýpri skilning í andlega hluta þjálfunarinnar sem og aukna hvatningu til þess að fylgja eftir markmiðum sínum. 

Apr 06, 202009:01