Skip to main content
Spotify for Podcasters
RÉTTI ANDINN

RÉTTI ANDINN

By Podcaststöðin

Tölum um allt sem tengist fyrirtækjamenningu & vinnustaðastemmingu. Viðmælendur koma úr öllum áttum með allskonar reynslu og pælingar.
Available on
Apple Podcasts Logo
Google Podcasts Logo
Overcast Logo
Pocket Casts Logo
RadioPublic Logo
Spotify Logo
Currently playing episode

Ýmir Örn Finnbogason

RÉTTI ANDINNJun 09, 2020

00:00
52:39
Ýmir Örn Finnbogason

Ýmir Örn Finnbogason

Gestur þáttarins er Ýmir Örn Finnbogason, fjármálastjóri Teatime. Ýmir er einn stofnenda Teatime, en hann var jafnframt einn lykilstarfsmanna hjá Plain Vanilla, sem þróaði QuizUp spurningaleikinn sem náði til meira en 100 milljón notenda. Ýmir starfaði áður hjá Deloitte um árabil í rekstrarráðgjöf í sjávarútvegi eftir skemmtilega og lærdómsríka reynslu af rekstri frystihúss vestur á fjörðum með félaga sínum. 

Það dylst engum að hér er á ferðinni ákaflega jákvæður, þrautseigur og lífsglaður maður sem er óhræddur við að hoppa á tækifærin þegar þau bjóðast. Ýmir er jafnframt afar handlaginn og þegar hann er ekki að sinna vinnu eða stækkandi fjölskyldu, og þegar hann er með báðar hendur í lagi, þá fer hann út í bílskúr og smíðar eins og enginn sé morgundagurinn.

Jun 09, 202052:39
Sigríður Heimisdóttir

Sigríður Heimisdóttir

Gestur þáttarins er Sigríður Heimisdóttir, vöruhönnuður. Sigga hefur lengst af starfað hjá Ikea í Svíþjóð, fyrst sem vöruhönnuður, svo þróunarstjóri smávöru og síðar verkefnastjóri sértækra nýþróunarverkefna. Einnig var hún verkefnastjóri yfir öllu samstarfi við hönnunar og nýsköpunarstofnanir á vegum höfuðstöðva IKEA.  Árið 1995 stofnaði hún hönnunar- og ráðgjafarfyrirtækið Hugvit&Hönnun og 15 árum síðar stofnaði hún Labland, hönnunarstofu í Malmö í Svíþjóð sem vann fyrir mörg alþjóðleg fyrirtæki. 

Það fer ekkert á milli mála að það er alltaf líf og fjör þar sem Sigga Heimis er. Hún elskar að hafa í nægu að snúast, leggur mikinn metnað í það sem hún tekur sér fyrir hendur og svo geislar hún af gleði þannig að eftir því er tekið.
May 20, 202048:31
Jóhann Skagfjörð Magnússon

Jóhann Skagfjörð Magnússon

Gestur þáttarins er Jóhann Skagfjörð Magnússon, (aðstoðar)skólastjóri Garðaskóla. Undanfarin tvö ár hefur Jóhann starfað hjá Garðaskóla, bæði sem deildarstjóri og aðstoðarskólastjóri, en tekur við hlutverki skólastjóra 1.ágúst nk. Hann hefur margra ára reynslu af stjórnun í grunnskólum og hefur komið víða við á ferli sínum. Jóhann er jafnframt að klára MBA nám við Háskólann í Reykjavík sem hann telur gagnast afar vel í starfi sínu innan skólans.

Það var auðvelt að fara á flug í spjallinu við Jóhann, slík er ástríða hans fyrir starfinu sínu og því að vera stöðugt í umbótum og að prófa nýjar leiðir í skólastarfinu. Jóhann hefur mikinn metnað fyrir því að gera skólann að betri og skemmtilegri vinnu- og samverustað fyrir starfsmenn, kennara og nemendur.

May 01, 202037:35
Ómar Þór Ómarsson

Ómar Þór Ómarsson

Gestur þáttarins er Ómar Þór Ómarsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Meniga. Ómar hefur starfað hjá Meniga sl. 6 ár en var áður ráðgjafi hjá Deloitte í Sviss, og þar áður starfaði hann í nokkur ár hjá Fjármálaeftirlitinu. Samhliða þessu hefur Ómar hefur einnig verið í eigin rekstri, bæði með Balsam, fyrirtæki sem selur náttúrulegar vörur fyrir líkama og sál, ásamt því sem hann opnaði nýverið hótel á Spáni sem íslendingar geta bókað og heimsótt þegar það má loksins fara að ferðast aftur.

Það sem einkennir Ómar Þór í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur er seigla, einstaklega gott jafnaðargeð og jákvæðni, óháð álagi og aðstæðum. Hann er þreytist ekki á að tala um ágæti þess að nota Meniga lausnina svo endilega náið ykkur í Meniga appið og massið heimilisbókhaldið!

Apr 24, 202037:26
Sylvía Kristín Ólafsdóttir

Sylvía Kristín Ólafsdóttir

Gestur þáttarins er Sylvía Kristín Ólafsdóttir, forstöðumaður hjá Icelandair. Sylvía starfaði áður hjá Landsvirkjun, þar sem hún var deildarstjóri jarðvarmadeildar, og hjá Amazon í Evrópu, bæði við rekstur og áætlanagerð sem og í vöruþróun á Kindle. Sylvía starfaði einnig um tíma hjá Seðlabanka Íslands og Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins.

Það sem er einstakt og skemmtilegt við Sylvíu er að hún hefur ótrúlega fallega nærveru, hún er róleg, samkvæm sjálfri sér og yfirveguð, á sama tíma og hún býr yfir gríðarlegri dýnamík, þekkingu, reynslu, og atorkusemi. Ég heillaðist strax af karakternum hennar þegar ég kynntist henni í verkfræðideild Háskóla Íslands hér um árið og hefur hún allar götur síðan sýnt og sannað hvers hún er megnug. 


Apr 11, 202052:22
María Hrund Marinósdóttir

María Hrund Marinósdóttir

Gestur þáttarins er María Hrund Marinósdóttir, umboðsmaður og athafnakona. María var áður markaðsstjóri Borgarleikhússins, Strætó og VÍS um árabil. María Hrund hefur jafnframt starfað sem formaður ÍMARK síðan 2013.

Það er engin tilviljun að María sé gestur þessa þáttar. Hún er ekki bara jákvæð og lífsglöð með mikinn metnað fyrir því sem hún tekur sér fyrir hendur, heldur hefur hún gríðarlega víðtæka reynslu úr mismunandi geirum sem gaman er að skoða og bera saman.

Njótið og njótið!

Apr 03, 202042:58
Maríanna Magnúsdóttir

Maríanna Magnúsdóttir

Gestur þáttarins er Maríanna Magnúsdóttir, umbreytingarþjálfari hjá Manino. Maríanna gekk til liðs við Manino í ársbyrjun 2019, en starfaði áður hjá VÍS, fyrst í gæðastjórnun og síðar leiddi hún stefnumiðað umbótastarf þvert á fyrirtækið um árabil. Maríanna er með meistaragráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Ég rakst á fyrirlestur á netinu þar sem Maríanna var að tala um sjálfbæra stjórnun og fann strax að þarna væri hugsjónamanneskja á ferðinni. Í fyrirlestrinum fjallaði hún um einkenni stjórnunar, gamla og nýja heiminn og þá staðreynd að 84% af vinnuafli Íslands sem mætir til vinnu á hverjum degi gerir það án þess að vera þar af heilum hug, þ.e.a.s. helgað starfinu sínu. Mig langaði að vita miklu meira svo ég bauð henni í spjall.

Mar 31, 202046:02
Haukur Hannesson

Haukur Hannesson

Gestur þáttarins er Haukur Hannesson, framkvæmdarstjóri AGR Dynamics. Haukur hefur starfað hjá fyrirtækinu í tæp 19 ár, þar af 14 ár sem framkvæmdarstjóri. Áður gegndi hann stöðu ráðgjafa í aðfangakeðjum (SCM - Supply Chain Management) og sölustjóra hjá fyrirtækinu. Haukur hefur gengið í gegnum margvísleg tímabil í rekstri AGR á þessu tímabili, en á sama tíma náð að byggja það upp og víkka út reksturinn með frábærum árangri.

Ég hef þekkt Hauk um árabil og er nokkuð viss um að hann sé sá stjórnandi sem við öll viljum hafa; Jákvæður, umhyggjusamur og yfirvegaður ásamt því að vera ákveðinn, útsjónasamur og samkvæmur sjálfum sér. Það hefur alltaf vakið athygli mína að í öllu því umróti og starfaflæði í samfélagi okkar tíma, hafi Haukur alltaf valið að starfa hjá sama fyrirtækinu. Það er kannski klisja að segja það en það er nokkuð ljóst að Haukur brennur fyrir það sem hann er að fást við hverju sinni og hefur mikla ástríðu fyrir bæði starfinu og fyrirtækinu, eftir 19 ár í starfi.
Mar 28, 202035:47
Ægir Már Þórisson

Ægir Már Þórisson

Gestur þáttarins er Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. Ægir hefur starfað hjá Advania síðan 2011, síðast sem framkvæmdarstjóri mannauðs- og markaðsmála, en tók svo við forstjórahlutverkinu árið 2015. Áður starfaði Ægir hjá Capacent á Íslandi um árabil, m.a. sem mannauðs- og framkvæmdarstjóri.

Það var sérstaklega gaman að hitta Ægi og ræða við hann um ýmsar hliðar stjórnunar og vinnustaðamenningar. Ekki síst núna, þegar stjórnendur um allan heim mega hafa sig alla við til þess að halda starfseminni gangandi, samhliða því að passa vel upp á mannauðinn og tryggja að allir geti unnið við þær aðstæður sem í boði eru og undir þeim skilyrðum sem yfirvöld hafa sett í ljósi alvarlegrar stöðu sem upp er komin. 

Ægi hefur verið líst sem "mannlega stjórnandanum", þ.e. að hann láti sig mannauðinn varða og sé með hlýja og góða nærveru. Það er sannarlega góður eiginleiki að hafa á tímum sem þessum.Mar 25, 202036:14
Edda Hermannsdóttir

Edda Hermannsdóttir

Fyrsti gestur þáttarins er Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka. Edda hóf störf hjá Íslandsbanka í júní 2015, en Eddu þekkja margir úr Gettu betur frá árunum 2011-2013 og einnig starfaði hún hjá Viðskiptablaðinu um tíma, bæði sem blaðamaður og aðstoðarritstjóri.

Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að Edda er fyrsti viðmælandinn en fyrst og fremst er það af því hún er bæði einstaklega lífsglöð og opin manneskja ásamt því að hafa náð að afkasta miklu á undanförnum árum. Við ræddum um ýmis atriði sem skipta máli í stjórnun og skipulagi á síbreytilegum tímum, ekki síst núna þegar ný veröld blasir við.
Mar 22, 202036:19