Skip to main content
Spotify for Podcasters
Endalínan

Endalínan

By Podcaststöðin

Beinskeytt umræða um íslenskan körfubolta.

Halldór Örn - Gunni Stef - Rúnar Ingi
Available on
Apple Podcasts Logo
Google Podcasts Logo
Overcast Logo
RadioPublic Logo
Spotify Logo
Currently playing episode

209.Þáttur - Körfuboltinn Bakvið Tjöldin / Garðabær er Álftanes

EndalínanDec 02, 2023

00:00
02:19:00
209.Þáttur - Körfuboltinn Bakvið Tjöldin / Garðabær er Álftanes

209.Þáttur - Körfuboltinn Bakvið Tjöldin / Garðabær er Álftanes

Kæru hlustendur , tvískiptur Endalínuþáttur til að byrja aðventuna.

Í fjarveru lykilmanna fengum við tvo frábæra gesti , Þröst Leó Jóhannsson og Eyþór Sæmundsson , í Brons stúdíóið. Fyrri hluti þáttarins er tileinkaður lífinu bakvið tjöldin í Körfuboltanum en Eyþór hefur skipað stórt hlutverk síðustu ár í starfi Njarðvíkinga á samfélagsmiðlum og öðrum verkefnum. Seinni hlutinn er síðan tileinkaður 9.umferðinni og farið yfir helstu málin eins og grannaslaginn í Garðabæ , fyrsta trade-ið í íslenskum körfubolta, hver ætlar að stíga upp í Finals og að sjálfsögðu miklu miklu meira.

Allt saman á Endalínunni í boði - Soho , Cintamani, Brons , Viking Lite, Macland , Bónus , Miðherja og Fiskbúð Reykjaness

Dec 02, 202302:19:00
208. Þáttur - Milk the shotclock

208. Þáttur - Milk the shotclock

Enn og aftur!

Dóri og Gunni hittust og fóru yfir risasigra Breiðabliks og Áltanes, Njarðvíkur og Keflavíkur og Sigra Tindastóls og Hattar.

Deildin er alveg klikkuð og allir að kroppa í alla, nema Hamar.

Allt þetta og miklu meira í samstarfi við Viking Lite (Léttöl), Cintamani, Brons, Soho, Bónus, Miðherja, Macland og Fisk- og kjötbúð Reykjanes!

Nov 25, 202301:14:57
207. Þáttur - Við erum Grindavík ft. MG10

207. Þáttur - Við erum Grindavík ft. MG10

Enn og aftur er Endalínan mætt á fordæmalausum tímum og nú vegna jarðhræringa á Reykjanesi ....

En 7.umferðin í Subway deildinni fór fram og við förum yfir öll stóru málin eins og vanalega...

Kanakapall , hvar liggur ábyrgðin ? Ég Trúi í öðru veldi , Álftanes á niðurleið, seiglu Njarðvíkingar og Finnslegir Valsarar...

Allt þetta og jú miklu miklu meira á Endalínunni með sérstökum gest , sjálfur MG10.

Nov 18, 202301:37:27
206. Þáttur - Hættustig

206. Þáttur - Hættustig

Kæru hlustendur.


Þvílík umferð að baki í Subway deild karla !!!!

Spennuleikir , dramatík , skjálftar , sirkuskörfur , sigrar og töp. Hvernig er útlitið eftir 6.umferðina , hverjir geta verið jákvæðir og hverjir þurfa mögulega að fara funda og stokka upp í hlutunum..

Endalínan fer yfir þetta allt saman ásamt föstum liðum í boði okkar bestu samstarfsaðila - VikingLite, Cintamani , Soho, Brons , Miðherji, Bónus, Fiskbúð Reykjaness og MACLAND !

Nov 11, 202301:27:29
205. Þáttur - Tvígrip og byssan

205. Þáttur - Tvígrip og byssan

Þar sem rúmlega helmingur Endalínunar er í fríi þá þurfti að kalla inn varamenn.
Annar sagðist um daginn hafa verið sáttur við að koma inn af bekknum, hinn er þekktur fyrir tvígrip þá vissum við ekki alveg hverju við áttum að búast við en úr varð flottur þáttur!
Í samstarfi við Soho, Brons, Cintamani, Viking Lite(Léttöl), Fisk- og kjötbúð reykjanes, Miðherja og Bónus!
Nov 04, 202301:59:09
204. Þáttur - Allir með eða ekki neitt

204. Þáttur - Allir með eða ekki neitt

Endalínan kom saman, venju samkvæmt og fór yfir leiki umferðarinnar.

Margt er enn óljóst en eitthvað er að skýrast. Einhverjir koma til baka, aðrir í meiðslum.

Núna fer þetta að verða áhugavert.

Allt í boði Cintamani, Viking Lite (Léttöl), Brons, Soho, Fisk- og kjötbúð Reykjanes, Bónus og Miðherja!

Oct 28, 202301:28:45
203. Þáttur - 32. liða úrslit í bikar (Fyrir hvern er þetta?)

203. Þáttur - 32. liða úrslit í bikar (Fyrir hvern er þetta?)

Við strákarnir stóðumst ekki mátið og hittumst eftir naglbít í Ljónagryfjunni!

32. liða úrslit í bikar voru spiluð um helgina og nú verður spennandi að fá lið KV og Þróttar Vogum inn í keppnina...

Frábærir leikir í Garðabæ og Njarðvík, meira svona!

Allt í boði Cintamani, Viking Lite (Léttöl), Soho, Fisk- og kjötbúðar Reykjanes, Bónus, Brons og Miðherja!

Oct 23, 202353:06
202. Þáttur - Geitungurinn í frystikistunni

202. Þáttur - Geitungurinn í frystikistunni

Þvílík umferð!

Það er allt að gerast!

Fjörið hættir ekkert í subway deildinni.

Gunnar og Halldór fóru yfir það hvað gerðist í 3. umferðinni í deildinni.

Allt þetta í boði Viking Lite (Léttöl), Cintamani, Brons, Fisk- og kjötbúð Reykjanes, Miðherja, Bónus, gripið og greitt og Soho!

Oct 21, 202301:20:60
201. Þáttur - It´s Turbo time!

201. Þáttur - It´s Turbo time!

Umferð 2!

Valur lék sér að Hömrum.

Njarðvík líður vel í Ólafssal.

Siguróðir Hattarar.

Álftanes þarf enga Stafi til að vinna.

Tómas Valur spilar eins og Stjarna í Garðarbæ.

Stólar vinna án lykilmanns á móti skotóðum Keflvíkingum

Allt þetta og allt hitt í boði Soho, Cintamani, Viking Lite (Léttöl), Fisk- og Kjötbúð Reykjanes, Brons, Miðherja og Bónus!

Oct 16, 202301:21:07
200. Þáttur - Enginn Svanasöngur

200. Þáttur - Enginn Svanasöngur

Loksins!!!

Tímabilið rúllaði af stað og það var margt áhugavert í fyrstu umferðinni!

Grindavík fóru mikinn í sumar en stóru byssurnar mættu ekki til leiks gegn Hetti sem vann fyrsta leik í fyrsta sinn.

Haukar litu vel út gegn arfaslökum Blikum.

Sigur var ekki á excel skjalinu hjá Stjörnumönnum gegn Njarðvík.

Hamarsmenn náðu ekki að setja kirsuberið á ísinn gegn Keflvíkingum, sem silgdu frammúr í lokinn.

Frábær byrjun dugði ekki fyrir Þórsara gegn öflugum Völsurum í Höfninni.

Tindastóll krassaði partýið á Bessastöðum og slökkti í Álftnesingum í frumraun þeirra í deild þeirra bestu.

Allt þetta og margt annað í þættinum í boði Soho, Cintamani, Viking Lite (Léttöl), Fisk- og kjötbúð Reykjanes, Miðherja og Bónus!

Oct 09, 202301:39:47
199. Þáttur - Endalínuspáin 2023-24

199. Þáttur - Endalínuspáin 2023-24

Endalínan fékk með sér fullt af félögum sem spáðu í hvernig deildarkeppnin myndi enda tímabílið 23-24.

Hverjir verða bestir?

Hverjir ströggla?

Hverjir falla?

Þetta og allt annað í boði Viking, Cintamani, Brons, Soho, Miðherja, Fiskbúð Reykjanes og Bónus.

Sep 30, 202302:22:33
198. Þáttur - Brons Takeover

198. Þáttur - Brons Takeover

Jæja og jújú,

2/3 af Endalínunni komu saman í kvöld og tóku spjallið um allt og ekkert.

Stórmál sem eru ennþá til umræðu og verða tækluð í næstu viku.

Stóru málin í boði Brons, Cintamani, Viking Lite (Léttöl), Soho, Fiskbúð Reykjanes og Miðherja!

Endilega sendið okkur skilaboð ef þið viljið mæta og vera viðstödd Endalínu takeover á Brons og fá 55 mín í pílu!

Sep 23, 202359:15
197. Þáttur - Ljósanótt

197. Þáttur - Ljósanótt

Jájájájá!

Strákarnir komu saman á Brons og ræddu við menn. Benedikt Rúnar Guðmundsson og Pétur Ingvarsson þjálfarar Reykjanesbæjar liðana mættu í vængi á Brons en Pavel Ermolinski var í beinni frá Sauðárkróki.

Farið yfir stóru málin.

Er Tindstólsliðið full mannað fyrir komandi evrópuævintýri?

Er Milka happafengur fyrir Njarðvík?

Verða menn skilvirkir í Keflavík?

Svo voru mestu gleðitíðindin þegar við kynntum inn tvo nýja samstarfsaðila! Fiskbúð Reykjanes og Miðherji ætla að taka með okkur slaginn í vetur og erum við óendanlegar þakklátir fyrir það!

Takk fyrir okkur Brons, Viking Lite (Léttöl), Cintamani, Soho, Fiskbúð Reykjanes og Miðherji!

Sep 03, 202301:16:16
196. Þáttur - Bronsstúdíó x Víkingsvellir: Pælingar

196. Þáttur - Bronsstúdíó x Víkingsvellir: Pælingar

Jæja!

Kæru hlustendur, Endalínunni var farið að kitla í puttana og spennan að bera menn ofurliði svo við "hittumst" á sitthvorum staðnum, bronsstúdíóinu og á víkingsvöllum og tókum smá umræðu um hvernig landið liggur.

Landsliðið í sumar

Callum farinn norður

Maciej Baginski hættur við að hætta, við að hætta, við að...

Kiddi Páls í Val

Orri floginn úr Ólafssal

Grindvísk matarmenning

Allt þetta og sitthvað fleira í þessum þætti í boði Víking Lite (léttöl), Cintamani, Soho og Brons!

Aug 24, 202301:05:12
195. Þáttur - Fyrir þjóðhátíðargesti og Innipúka

195. Þáttur - Fyrir þjóðhátíðargesti og Innipúka

Heyriði nú!

Ferðahelgi farin af stað og við förum yfir málin. Skemmtið ykkur fallega og njótið helgarinnar.

Allt í samstarfi við Viking Lite (Léttöl), Cintamani, Brons og SOHO.

Aug 05, 202301:14:41
194. Þáttur - Top 10 Sumarsins / Season 5

194. Þáttur - Top 10 Sumarsins / Season 5

Já kæru hlustendur verið hjartanlega velkomin á Endalínuna.

Þá er official byrjun á season 5 Endalínunnar og allir í sumarskapi.

Við förum yfir víðan völl en uppbygging þáttarins eru Top 10 sögulínur eða fréttir sumarsins.

Endalínan í boði Viking Lite , Cintamani , Brons og Soho

Jul 27, 202301:17:46
193. Þáttur - Sumarsæla (4 leikhlutar)

193. Þáttur - Sumarsæla (4 leikhlutar)

Í sól og sumaryl komu 2/3 endalínunnar saman og tóku leik.

4 leikhlutar, farið yfir landið eins og það er og var.

Hvað er að gerast í Subway deildum kvenna og karla?

Hvernig var tímabilið 2008/9?

Farið yfir útlendinga í gegnum árin sem hafa skarað fram úr. Hverjir eru þeir bestu?

Allt í boði Viking Lite (léttöl), Cintamani, við þekkjum tilfinninguna, Brons, þar sem stemmingunni er haldið á lofti og Soho þar sem þú færð allt til að gera bestu pizzurnar og frábæran mat i hádeginu og allt í góða veislu!

Love this game!

Jun 22, 202301:26:56
192.Þáttur - UPPGJÖR 22/23 + SillySeason

192.Þáttur - UPPGJÖR 22/23 + SillySeason

Já kæru hlustendur , þá setjum við punktinn fyrir aftan tímabilið 2022 - 2023 , 43 þættir , geggjaður vetur , geggjuð lokaúrslit og endalaust gaman.

Við förum yfir veturinn og veljum síðan bestu og mestu vonbrigðin í nokkrum flokkum.

Svo tæklum við helstu sögulínurnar sem hafa komið upp snemma sumars , þjálfararúlletta , peningamál og annað skemmtilegt.

Endalínan í boði Cintamani , Viking Lite , Soho og Brons Keflavík.

Jun 03, 202301:49:58
191. Þáttur - MÁ ÉG HEYRA ! Ft. Pétur Rúnar og Nonni Mar

191. Þáttur - MÁ ÉG HEYRA ! Ft. Pétur Rúnar og Nonni Mar

Kæru hlustendur.

Þvlílíkur leikur !!! Leikur 5 , ODDALEIKUR um ÍSLANDSMEISTARATITILINN og þetta endar bara á síðustu sóknunum og alvöru dramatík. Við fáum Pétur Rúnar og Nonna Mar i settið af hliðarlínunni í Origo og gerum upp þennan magnaða oddaleik og rýnum aðeins í stóru mómentin.

Endalínan úr Origo í boði Viking Lite , Cintamani , Soho og Brons Keflavík.

May 19, 202349:59
190. Þáttur - Andlegt jafnvægi !

190. Þáttur - Andlegt jafnvægi !

Kæru hlustendur , IT´S SHOWTIME !

Valsarar mættu í TROÐFULLT Síkið í kvöld og þrátt fyrir 10 mínútna flugeldasýningu Tindastólsmanna í 1.leikhluta mallaði Valsvélin í jöfnum takti í 40 mínútur og knúðu fram ODDALEIK.

Hvað gerðist eiginlega ? Eru Valsarar bara svona öðruvísi skrímsli ? Vantar allt toughness á Krókinn ? Hvað gerist í leik 5 ? Jú það gerist bara eitthvað , 2 lið einn bolti og eitt liðið verður með örlögin á sínu bandi og vinnur.

Endalínan í boði Viking Lite , Cintamani , Soho og Brons Keflavík.

May 16, 202354:26
189. Þáttur - Lítið skref í Körfubolta , Risa skref fyrir Krókinn.

189. Þáttur - Lítið skref í Körfubolta , Risa skref fyrir Krókinn.

Kæru hlustendur , það var heldur betur veislan í Origo Höllinni þegar Leikur 3 í Lokaúrslitum fór fram fyrir pakk fullu húsi á Hlíðarenda.

Sauðkræklingar eru nú í þeirri stöðu í fyrsta skipti í sögu félagsins að vera á leiðinni aftur í Síkið og eiga möguleika á því að vinna þann stóra.

Við förum yfir leik 3 og allar helstu sögurlínurnar , hvað er að gerast, hvað er að breytast og við hverjum megum við búast í leik 4 á mánudaginn.

Ykkar heimavöllur fyrir alvöru körfuboltaumræður að sjálfsögðu á Endalínunni í boði Viking Lite , Cintamani , Soho Pizza og Brons Keflavík.

May 13, 202359:52
188. Þáttur - Heart of a Champion ft. Kristófer Acox

188. Þáttur - Heart of a Champion ft. Kristófer Acox

Velkomin í Síkið !

Kæru hlustendur , það var roadtrip á Endalínuna þennan þriðjudaginn og alvöru veisla í Skagafirðinum. Leikur 2 í lokaúrslitum og Valsmenn mættu allavega inná vellinum og sýndu afhverju þeir eru handhafar allra titla á landinu í dag.

Hversu mikilvæg er byrjunin í Síkinu ? Snöggar sóknir vs. skipulagður sóknarleikur , andlega hliðin og hvað gerist í leik 3 ?...

Við fáum Kristófer Acox í settið og ræðum um leikinn og allt þar á milli.

Endalínan í boði Viking Lite , Cintamani , Soho , Brons Keflavík og North West.

May 09, 202301:01:48
187. Þáttur - Big Decisions ( Finals Leikur 1 )

187. Þáttur - Big Decisions ( Finals Leikur 1 )

LOKAÚRSLIT LEIKUR 1 - Prettiboitjokko , Stjörnur , ÚlfurÚlfur , Kiana Johnson, Kúrekahattar og glory hunters. Við gerum upp fyrsta leikinn og allar sögulínurnar. Finals hrollurinn , 3ja stiga nýtingin, Drungilas, Comebackið, Siggi Þorsteins vatnsberi og allt hitt úr þessu svakalega einvígi.

Allt þetta og meira til á Endalínunni í boði Viking Lite , Cintamani , Soho og Brons Keflavík.

May 06, 202301:09:33
186.Þáttur - Finals 2.0

186.Þáttur - Finals 2.0

Kæru hlustendur , þá er það klárt , við erum að fara í FINALS REPEAT !

Oddaleikur Vals og Þórs er greindur af okkar sérfræðingum , afhverju unnu Valur , hvað hefðu Þórsarar mögulega getað gert og hvaða atriði réðu úrslitum.

Einnig spáum við í spilin fyrir FINALS 2.0. Tindastóll þarf að gera eitthvað til þess að vinna leik í Origo Höllinni sem þeim mistókst í fyrra.

Já allt þetta og jú meira til á Endalínunni í boði Viking Lite , Cintamani , Soho og Brons Keflavík

May 03, 202301:00:19
185. Þáttur - Sjáðu jökulinn Loga

185. Þáttur - Sjáðu jökulinn Loga

Kæru hlustendur...

Jú við erum mættir eftir leikdag 4 í undanúrslitum og förum yfir allt það helsta. Stórkostlegir Stólar buðu Njarðvíkinga ekki velkomna í Síkið heldur lögðu þeir þá niður og völtuðu yfir þá. Eru Stólarnir favorites ? Voru Njarðvík alltof gamlir ?

Svo mættu grjótharðir Valsarar í höfnina fögru og sýndu klærnar og við erum á leiðinni í Oddaleik í Origo á þrjðjudaginn.

Logi Gunnarsson lék sinn síðasta leik í gærkvöldi og segjum við #TAKKLOGI

Allt þetta og meira til , smá silly season og fjör á Endalínunni í boði VikingLite , Cintamani, Soho og Brons Keflavík

May 01, 202301:19:60
184. Þáttur - ALLT OPIÐ ? ( 1-2)

184. Þáttur - ALLT OPIÐ ? ( 1-2)

Besti tími ársins , leikir á hverju kvöldi og allt undir. Undanúrslitin halda áfram eftir leikdag 3 þar sem Njarðvíkingar og Valsmenn héldu sér á lífi og þurfa að fara á útivöll og ná í sigur til að knýja fram oddaleik. Velkominn Haukur Helgi , rullurspilararnir , vitleysingur Rasio eða dómaramistök? , Stólarnir sultuslakir ? Er þetta Gjaldkeraleikurinn ? ... Koma Þórsarar fullmannaðir til leiks ? Valur ennþá ekki að spila vel , power of the underdog !

Við förum yfir allt það helsta ásamt öllu öðru sem okkur dettur í hug þegar Endalínan var loks fullmönnuð aftur í boði Viking Lite , Cintamani , Soho og Brons Keflavík.

Apr 28, 202301:24:38
183. Þáttur - 0-2

183. Þáttur - 0-2

Góðir hlustendur,

Gunnar var mættur aftur og voru því teknar snarpar umræður um leikdag 2 í undanúrslitum Subway deildar karla.

Er von fyrir Njarðvík?

Hvenær vaknar Kári?

Þetta og allt hitt á Endalínunni í boði Cintamani, Viking Lite (Léttöl), Soho og Brons!

Apr 25, 202347:60
182. Þáttur - Eins dauði er annars brauð Feat. Einar Árni

182. Þáttur - Eins dauði er annars brauð Feat. Einar Árni

Undanúrslit, leikdagur 1.

Nú skiptir þetta allt máli, liðin úr neðri 8 sigra tvö efstu lið deildarinnar í fyrstu leikjum undanúrslita og nú er þetta orðið mjög athyglisvert.

Eiga Njarðvíkingar svar?

Er partýið einhvertíman að fara að stoppa á Sauðárkrók?

Eru Valsmenn game over án Kristó?

Geta Þórsarar farið alla leið?

Hver er betri til að rýna í þetta heldur en Einar Árni Jóhannsson, maðurinn sem hefur séð þetta allt og gert þetta allt?

Allt þetta og hitt líka í boði VikingLite (Léttöl), Cintamani, Brons og Soho.

Apr 22, 202301:49:22
181. Þáttur - Oddaveisla og Semi´s upphitun X Twitter

181. Þáttur - Oddaveisla og Semi´s upphitun X Twitter

Já kæru hlustendur það var aðeins öðruvísi upptaka að þessu sinni en Endalínan var í beinni á Twitter Spaces eftir leik kvöldsins og fórum yfir frammistöðuna eldsnöggt í þessum ROSALEGA oddaleik Hauka og Þórsara þar sem Drekarnir úr Höfninni tryggðu sæti sitt í undanúrslitum með Endakallinn Vinnie Shahid fremstan í flokki.

Eins og Endalínan sagði ykkur fyrir löngu þá erum við að horfa á sömu undanúrslit og í fyrra og við spáum í þessum einvígum ásamt því að fá einn dáðasta son Skagafjarðar í beina útsendingu að segja okkur frá nýjasta útspili Grettismanna sem verður frumsýnt í Ljónagryfjunni.

Endalínan að vanda í boði Viking Lite , Cintamani , Brons Keflavík og Soho

Apr 17, 202343:06
180. Þáttur - Myrkur og Mannaskítur

180. Þáttur - Myrkur og Mannaskítur

Jæja...

Endalínan mætti seint, en mætti fersk.

Farið yfir leikdag 4 í 8 liða úrslitum karlameginn, þar er allt klárt nema einvígi Hauka or Þórs frá Þorlákshöfn.

Eru Valsmenn nógu góðir til að fara alla leið?

Eiga Stólarnir möguleika á að fara í Disney land?

Hver tekur við Keflavík?

Haukar eða Þór? Hvaða unglingur fer með sitt lið í gegnum oddaleikinn?

Allt þetta og svo miklu, miklu meira í boði Viking Lite (Léttöl), Cintamani, Brons og Soho

Apr 16, 202301:04:52
179. Þáttur - Stranger Things ( 8 liða - Leikdagur 3 )

179. Þáttur - Stranger Things ( 8 liða - Leikdagur 3 )

Endalínan er mætt eftir leikdag # 3 í 8liða úrslitum SubwayDeildarKarla. Jú eitthvað sem við var að búast en annað ansi óvænt og við ,,sérfræðingarnir,, þurfum að klóra okkur í hausnum yfir raunstöðunni. Njarðvíkingar komnir í hvíld eftir að hafa sópað Grindvíkingum í sumarfrí , Skordillis verður ekki boðsgestur á Sjóaranum Síkáta , Stjörnuhrap í 4ja leikhluta og Valsmenn heppnir að ná í sigur , Keflavík Keflavík í Keflavík og Síkið þarf að standa undir nafni , og vængbrotnir Haukar hefja sig til flugs og finna nýja vængi og Þórsarar eiga engin svör.

Allt þetta og jú jú meira til , körfubolta ríkisstjórnin , spurningin og allt þetta sem þið viljið á Endalínunni í boði Viking Lite , Cintamani , Soho og Brons Keflavík.

Apr 13, 202301:25:15
178. Þáttur - Betri Deildin ( 8 liða - Leikdagur 2 )

178. Þáttur - Betri Deildin ( 8 liða - Leikdagur 2 )

Kæru hlustendur , Leikdagur 2 liðinn og jú við fengum svör við ákveðnum spurningum. Eru ekki allar seríurnar bara nokkurn vegin búnar ? eða er einhver spenna ennþá í þessum 8 liða úrslitum ?...

Við förum yfir leikina og hvernig þetta lítur allt saman út og spáum í spilin. Alvöru Playoffs þáttur á Endalínunni í boði Viking Lite , Cintamani , Brons Keflavík og Soho.

Apr 09, 202301:40:31
177. Þáttur - The Big Dance ( 8liða - Leikdagur 1 )

177. Þáttur - The Big Dance ( 8liða - Leikdagur 1 )

Kæru hlustendur , gleðilega hátið!


Þá er úrslitakeppnin farin af stað í öllu sínu veldi og leikdagur 1 í 8 liða að baki. Agamál og dramtík í aðdragandanum , óvænt úrslit , heitustu liðin að hiksta , ólseigir halda áfram að vera ólseigir og alvöru playoffs veisla í Blue Höllinni.

Við ræðum einvígin og jú leikdagur 1 er stór en mögulega er leikdagur 2 RISA.

Playoffs , fastir liðir og jú miklu meira , útlendingamálin á þinginu og allt þetta helsta beint úr Brons Stúdíóinu á Endalínunni.

Endalínan í boði Viking Lite , Cintamani , Brons Keflavík og Soho

Apr 06, 202301:39:60
176. Þáttur - Lokaumferðin Live From Brons

176. Þáttur - Lokaumferðin Live From Brons

Kæru hlustendur , Endalínan færði sig útúr þægindarammanum í kvöld og færði sig nær hlustendanum og tók upp beint frá Brons Keflavík. Lokaumferðin liðin og Playoffs handan við hornið og skemmtilegasti tími ársins blasir við okkur. Hvernig gátu Hattarmenn klúðrað þessu ? ElClasico uppgjörið og er Hörður á leiðinni í bann ? Fáum við sömu undanúrslit eins og í fyrra ? ... þetta og miklu meira , LiðÁrsins , Viking Lite hornið og jú að sjálfsögðu miklu miklu meira á Endalínunni í boði Viking Lite , Cintamani m Brons Keflavík og SOHO.

Mar 31, 202301:03:56
175. Þáttur - Styttist í stóra sviðið

175. Þáttur - Styttist í stóra sviðið

Kæru hlustendur, Endalínan mætt eftir næst síðustu umferðina þar sem við erum farin að fá svör við einhverjum spurningum en samt sem áður ansi djúsí lokaumferð framundan eftir tæpa viku.

ÍR-ingar fallnir , Valsmenn deildarmeistarar , Geggjaðir Grindvíkingar og slakir Stjörnumenn. Eru Haukar of þunnir fyrir alvöru playoff run , Eru mótlæti og alvöru slagsmál veikleiki Njarðvíkurliðsins ? Geta Keflvíkingar spyrnt sér frá botninum og eru Tindastóll og Þór jafnvel að fara sópa liðum úr Top4 í sumarfrí ?

Þetta og eins og alltaf , jú miklu miklu meira beint úr Brons Stúdíóinu á Endalínunni.

Endalínan í boði Viking Lite , Cintamani , Brons Keflavík og Soho

Mar 25, 202301:19:26
174. Þáttur - Geiturnar Jón Arnór og Garðar Örn

174. Þáttur - Geiturnar Jón Arnór og Garðar Örn

Kæru hlustendur , Endalínan að sjálfsögðu í banastuði á heimavellinum í Brons Stúdíóinu á föstudagskvöldi. Þrátt fyrir kulda og almenn veðurleiðindi þá er vorboðinn ljúfi á næsta leiti
og við erum farin að fá alvöru leiki og svakalega dramatík í hverri viku , og jú þetta er bara byrjunin. Geta Hattarmenn klúðrað þessu ? Pavel er alveg með þetta þrátt fyrir tap , Eru Þórsarar orðnir
Powerhouse ? Geta Grindvíkingar gert eitthvað í playoffs og eru Keflavík og Haukar mögulega að fara út í fyrstu umferð ?

Svo kom geggjaður gestur til okkar , Leikstjórinn sjálfur og Edduhafinn Garðar Örn Arnarson mætti og var með í spjallinu ásamt því að fara svo vel yfir Jón Arnórs seríuna og feril Garðars sem kvikmyndagerðarmanns.

Allt þetta og auðvitað meira til á Endalínunni í boði Viking Lite , Cintamani og Brons Keflavík.
Mar 18, 202301:35:53
173. Þáttur - Tímamót !!!

173. Þáttur - Tímamót !!!

Já kæru hlustendur það eru heldur betur stórir hlutir sem gerast núna í hverri einustu umferð. KR er fallið úr efstu deild , jahá. (Staðfest)

Leikur ársins til þessa hjá leikmönnum allavega fór fram í Ljónagryfjunni , Síkið er að verða Síkið aftur og Gæðamiklir Valsarar sýndu mátt sinn og megin gegn vanmáttugum Keflvíkingum. Miðjumoðsbaráttan Mikla , hverjir vinna í SkæriBlaðSteinn , Stinger og Sjómann ? eru til betri tie-breaker aðferðir ?

Þetta og svo MIKLU meira að sjálfsögðu á Endalínunni í boði Cintamani , Viking Lite og Brons Keflavík 

Mar 11, 202301:28:29
172. Þáttur - Staying alive vs. Hello Darkness my old friend

172. Þáttur - Staying alive vs. Hello Darkness my old friend

Kæru hlustendur , þá erum komin af stað aftur eftir landsleikjahlé í deild þeirra bestu hér á landi og eins og þessi árstími ber með sér þá eru leikar farnir að æsast. Óvæntar frammistöður , Solid frammistöður og jú einhverjar arfaslakar frammistöður litu dagsins ljós og ljóst er að endaspretturinn verður blóðugur á öllum vígstöðum. Þrátt fyrir að KR-ingar hafi tekið nettan dauðakipp þá er fallbaráttan næstum ráðin en baráttan um Playoffs og sætaniðurröðun frá 1-8 er eitthvað sem helstu spekingar landsins eiga erfitt með að ráða. Njarðvík loksins nógu sterkir til að taka þann stóra ? Ætla Blikar ekkert að þroskast ? Geta Grindvíkingar trúað ? Hvað er vandamálið í KEF ? Eru Þórsarar að koma inn Krýsuvíkurleiðina í átt að þeim stóra í annað skiptið á 3 árum ? .... Jú allt þetta og meira til beint úr Brons Stúdíóinu í boði Viking Lite , Cintamani og Brons Keflavík. 

Mar 07, 202301:10:13
171. Þáttur - Lognið á undan storminum

171. Þáttur - Lognið á undan storminum

Kæru Endalínu hlustendur,

Fimmtudags þáttur þessa vikuna! 

Við ræðum landsleikinn við Spænska stórliðið, það er allt undir á Sunnudaginn með troðfulla höll af Georgískum ljúfmennum.

Hvað gerist á KKÍ þinginu, hvernig verða reglurnar?

Elvar Már Friðriksson í léttu spjalli og kemur með nýjustu tíðindi af spurningarkeppninni!

Allt í styrku samstarfi með Cintamani, Viking Lite og Brons og auðvitað á bestu stöðinni, Podcaststöðinni!

Feb 24, 202301:22:46
170. Þáttur - Allskonar blammeringar og KingGoat.

170. Þáttur - Allskonar blammeringar og KingGoat.

Kæru hlustendur, Endalínan með alvöru viðhafnarútgáfu fyrir landsleikjahlé.

Afmælisdagur Geitarinnar , KingGoat , og svakaleg umferð að baki í Subway Deild Karla. Sumir á uppleið , aðrir jú á hraðri niðurleið og svo restin kannski bara að vona það besta. Endalínan fór spáði í síðustu 5 umferðirnar og förum yfir hlutina í eins og þetta endar í okkar huga á meðan við tökum létt spjall um öll liðin í deildinni. 

Jákvætt , Neikvætt og allt þar á milli ásamt föstum liðum að sjálfsögðu í boði Cintamani , Viking Lite og Brons Keflavík. #Endalinan

Feb 18, 202302:00:32
169. Þáttur - Statement !!!

169. Þáttur - Statement !!!

Endalínan kom saman í hinu splunkunýja Brons Stúdíó og gerði upp umferðina á mannamáli.. Ekki voru allir sammála en það er bara ákkurat eins og það á að vera. Liðin í neðri hlutanum með alvöru statement inní fallbaráttuna og það er ljós að baráttan um fall , sæti í úrslitakeppni og sætaröðun verður allsvakaleg á næstu vikum. 

Endalínan í boði Viking Lite , Cintamani og Brons Keflavík !

Feb 11, 202301:30:20
168. Þáttur - Einstakt Samband

168. Þáttur - Einstakt Samband

Jæja kæru hlustendur,

Rúnar Ingi fór til Noregs að bera út fagnaðarerindið og Gunni og Dóri héldu því uppi þætti kvöldsins.

Farið yfir allt það helsta og Magnús Hlynur með óvænta innkomu, það eitt gerir þetta þess virði að hlusta!

Eins og alltaf í boði Cintamani, Viking Lite léttöls og Podcaststöðvarinnar okkar allra!

Feb 04, 202301:10:17
167. Þáttur - Afmælis All Star ! Svart og sykurlaust

167. Þáttur - Afmælis All Star ! Svart og sykurlaust

Kjære lyttere , Endalínan kende tilfinningene. 

Já það var fullmannað á Endalínunni þegar við mættum á heimavöllinn í Afmælisgírnum og ræddum málin eftir atburði liðinnar viku. Félagaskipti , Agadómar og ekki dómar , Ný högg , Stórar Körfur , Misnotuð tækifæri , Statement sigrar, Stuttbuxnastuð , Flautugleymska , Showtime og allt þar á milli , í grófum dráttum. 

Fastir liðir eins og venjulega ásamt því að afmælisdrengirnir Rúnar og Halldór völdu 10 manna All-Star lið Höfuðborgarsvæðis gegn Landsbyggðinni ásamt því að velja þáttakendur í 3ja stiga og Troðslukeppni. Endalínan að vanda í boði Viking Lite og Cintamani , Love this game !

Jan 28, 202301:10:10
166. Þáttur - Margt breytt, annað ekki

166. Þáttur - Margt breytt, annað ekki

Kæru hlustendur, hér erum við!

Fórum yfir landið eins og það liggur hér og nú.

Það voru breytingar milli vikna en sumt bara breytist ekki.

Eins og alltaf, í boði Cintamani, Viking Lite (Léttöl).

Næsta Fimmtudag verður afmælis- og áhorfspartý á Brons í Keflavík þar sem við ætlum að horfa á góðan körfubolta þar sem mætast klukkan 18:15 og svo risa suðurnesjarslagur klukkan 20:15 milli Grindavík og Keflavík. Endalínukokteill, alls konar skemmtilegir tipp leikir og möguleikar á að vinna veglega vinninga á barnum. Brjálað fjör eins og alltaf á Brons!

Sjáumst þar!

Jan 21, 202301:23:46
165. Þáttur - Bikardrama Part 2 ( Finals )

165. Þáttur - Bikardrama Part 2 ( Finals )

Kæru hlustendur , Endalínan gerir upp Bikarúrslitaleikina sem fóru fram í dag í Höllinni. Haukakonur mættu tilbúnar og gjörsamlega skutu Keflavíkurstúlkur í kaf í fyrri leik dagsins en í seinni leikurinn ´var ekta Bikarúrslitaleikur þar sem hátt spennustig , læti og RISA körfur voru í aðalhlutverki þegar Valsarar náðu loksins að vinna Bikarinn. 

Við gerum upp leikina og ræðum stóru málin eftir þessa helgi og rýnum inní næstu umferð í Subway deildinni í næstu viku. 

Endalínan í boði Viking Lite og Cintamani.

Jan 15, 202301:00:02
164. Þáttur - Bikardrama

164. Þáttur - Bikardrama

Kæru hlustendur , Endalínan degi fyrr en vanalega í þessari skemmtilegu Bikarviku. Undanúrslitin búin og úrslitaleikirnir í VÍS Bikarnum framundan á laugardaginn. 

Það voru ansi miklar sögulínur í aðdraganda undanúrslitanna og ekki eru þær færri að þeim loknum þar sem Stjarnan og Valur tryggðu sér sæti í úrslitum. Við förum yfir þessar helstu sögulínur og að sjálfsögðu hvort að Keflavík hafi yfir höfuð áhuga á að vinna eitthvern málm í náinni framtíð. 

Ítarleg bikarumræða ásamt föstum liðum og auðvitað helsta slúðrinu í dag , Er Pavelino að fara leyfa Skagfirðingum að dreyma ? ... Allt þetta á Endalínunni í boði Cintamani og Viking Lite

Jan 13, 202301:17:59
163. Þáttur - Moksteikt

163. Þáttur - Moksteikt

Kæru hlustendur , Endalínan mætt á nýju ári og getum við lofað því að þetta er þáttur ÁRSINS .... til þessa !

Það er heldur betur búið að vera mikið um að vera í körfuboltasamfélaginu í vikunni en hvert stóra málið á fætur öðru á forsíðum fréttamiðlanna. Hvert sem við stígum niður fæti þá eru stóru málin gerð upp og Endalínan að sjálfsögðu með svörin sem þið eruð búin að vera bíða eftir. Dagur Kár og brotthvarfið , fyrirliða hegðun  eða hvað ? Dómaraumfjöllun , Félagaskiptafíaskó , Njarðvík að ná vopnum sínum , Kári MVP , Grindavíkurhjartað  og er Vlad ekki að skilja leikinn hérna á klakanum ?

Endalínan í boði Viking Lite og Cintamani

Jan 07, 202301:26:22
162. Þáttur - Upp og niður, út og suður

162. Þáttur - Upp og niður, út og suður

Kæru endalínu hlustendur,

Síðasti þáttur ársins er nú kominn í loftið. Umdeild umferð að baki og breytingar að fara að eiga sér stað hjá liðunum nú þegar nýtt ár gengur í garð.

Enn og aftur er ekki fullmannað í bátnum, þar sem Rúnar þurfti að spila bingó.

En Gunni og Dóri fara yfir það mikilvægasta úr þessari 11. umferð og renna létt yfir körfuboltaárið.

Allt, eins og venjulega, í boði okkar besta fólks hjá Viking Lite (Léttöl) og Cintamani. Sérstakar þakkir fær okkar fólk á Brons, sem er nýr skemmtistaður í Keflavík sem hýsti Endalínu quiz fyrir El Classico sem fram fór í gærkveldi.

Takk fyrir að hlusta á árinu, lifið heil!

I love this game!

Dec 31, 202201:04:01
161. Þáttur - Tæknilegir örðugleikar , ABCD eftir fyrstu 10.umferðirnar

161. Þáttur - Tæknilegir örðugleikar , ABCD eftir fyrstu 10.umferðirnar

Hó hó hó , kæru hlustendur afsakið biðina.

Smá tæknilegir örðugleikar en Endalínan tók upp á föstudagskvöldið eftir 10.umferðina og loksins er komið að þessu. Loksins komnir saman fullmannaðir og í þessum þætti tökum við fyrir öll liðin í deildinni eftir stigatöflunni og setjum 3 lið í hvern flokk ABCD og ræðum möguleikana og hvað er gott og hvað er slæmt hjá liðunum 12. 

Ekki eftir neinu að bíða en að hlusta á þáttinn og fara í alvöru körfuboltastuði inní jólin allt í boði Viking Lite og Cintamani. 

#Endalinan #VikingLite #Cintamani

Dec 21, 202201:12:12
160. Þáttur - Föstudagsfullyrðingar

160. Þáttur - Föstudagsfullyrðingar

Kæru hlustendur , enn og aftur er Endalínan ekki fullmönnuð en í þetta skiptið fengum við glænýjan leikmann inn af bekknum , hann var ekki með sleeve í þetta skiptið en hann var sjóðandi heitur eins og hann var iðulega inná vellinum , Ágúst Orrason !

Við fórum yfir nokkrar Föstudagsfullyrðingar að loknum 9 umferðum í Subway Deild Karla. Fullyrðingar , rökræður og almennar umræður og að sjálfsögðu fastir liðir eins og venjulega í boði Cintamani og Viking Lite

Dec 10, 202201:28:01