
Epík
By Podcaststöðin

EpíkNov 15, 2019

#9 Shining og Lúlli Læknir
Þórhallur og félagar fara í þessum þætti aftur til ársins 1980 og ræða ítarlega um tímamótaverk Stanleys Kubrik, Shining. Þeir snúa síðan aftur til nútímans og fara vel og vandlega yfir framhaldsmyndina Dr. Sleep, kosti hennar og lesti.

#8 NA NA NA NA NA NA NA NA NA NA NA NA NA NA NA NA BATMAN!!
Þeir Þórhallur Þindarlausi, Auðjóna alvitri og Matti mjói, ræða um Leðurblökumanninn og þann heim sem umlykur hann, í fortíð, nútíð og framtíð...

#7 Fight Club
Í þættinum ræða piltarnir um hina Goðsagnarkenndu aldamótaræmu, Fight Club...Er þetta hárbeitt ádeila á neyslusamfélagið eða innihaldslaus slagsmála splatter...Heróp gegn Hvunndeginu...eða hróp fársjúks manns á hjálp? Kíkið inn.

#6 Endurgerðir
Í Epíkinni þetta skiptið ræða þeir piltar um endurgerðir, ýmis form og útfærslu á kvikmyndum sem hafa verið endurgerðar í gegnum tíðina. Sumar vel þekktar, aðrar ekki, sumar mega gleymast, en aðrar fá nauðsynlega andlitslyftingu. Kíkið inn!

#5 The Matrix
Fylkið (Matrix), Fylkið Endurhlaðið og Fylkið Byltingar er einn áhifaríkasti þríleikur sem kvikmyndasagan geymir. Í fyrsta þætti eftir Epískt sumarfrí fjalla þeir Sæþór blápillumaður, Auðjón, Matti og Þórhallur rauðpillumenn um þennan magnaða þríleik, frá síðustu aldamótum, sem stendur vel tímans tönn.

#4 Game of Thrones – Lokauppgjör
Í þættinum er farið yfir lokaseríu Game of Thrones og hvernig þessari vinsælustu þáttaröð sjónvarpssögunnar lýkur. Eftirsjá, tómleiki, sátt og mat á lokunum. Helsti sérfræðingur þjóðarinnar í fræðum Elda og íss, Samúel Karl Ólason, gefur sitt álit, ásamt þeim Sæþóri og Matta.

#3 Star Wars
Í þessum þætti leiða þeir Skúti Fett, dr. Auðjón Solo, Youtube Youtube Bings og Matti MÁTTUR Máttarstólpi ykkur í gegnum tíma og rúm um óræðisvíddir sólkerfisins, þar sem rætt er um ást og hatur, stríð og frið og afleitar ákvarðanir í kvikmyndagerð. Njótið.

#2 James Bond
Í þessum þætti fóru Dr. Auðjón Guldfinger, Jútjúp-Jón bóndi, alþjóðlegur flagari og glaumgosi og Þórhallur AKA Skúti Skaramanga yfir James Bond Kvikmyndaseríuna með skemmtilegum hætti. Ritari og upptökustjóri var Matti Moneypenny.

#1 Game of Thrones
Í þessum fyrsta þætti er rætt við Samúel Karl Ólason, um komandi lokaseríu á Game of Thrones. Við förum líka ofan í kjölinn á fyrirbærinu Game of Thrones, frá ýmsum sjónarhornum og vinklum.