
Gluggaveður
By Bryndís & Kristján

Gluggaveður May 11, 2021

Allie Doersch
Hún starfar hjá Össuri suma daga og flúrar aðra, milli þess sem hún myndskreytir bækur, syngur í pönkhljómsveit og nær fullkomnum tökum á íslensku.
Allie er birtingarmynd þess sem getur gerst þegar hæfileikar og elja eru í jafnvægi.
Viðtalið er bæði á íslensku og ensku.

Hildur Björnsdóttir & Katrín Atladóttir

Finnur Oddsson

Hlynur Jónasson
Hlynur Jónasson er til í að ganga ansi langt þegar kemur að því að hjálpa öðrum og virðist hafa mjög takmarkaðan skilning á hugtökunum "hindrun" og "nei". Hlynur er atvinnuráðgjafi hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og starfar eftir IPS hugmyndafræðinni sem hann segir betur frá í þættinum. Hann hefur brennandi áhuga á að auka þátttöku fólks í atvinnulífinu og sér í lagi, styðja við bakið á fólki sem glímir við geðrænan og félagslegan vanda. Hlynur er jafnframt einn af forsprökkum Hugvallar, en Hugvöllur er pop-up staður við Laugarveg 176 þar sem fólk kemur saman til að styrkja tengslanetið, auka þekkingu sína, vinna og láta hugmyndir og drauma rætast.

Björn Brynjúlfur Björnsson
Björn Brynjúlfur Björnsson er ráðgjafi, frumkvöðull, hagfræðingur og ýmislegt fleira. Hann nam við Oxford háskóla, starfaði hjá nafntoguðum fyrirtækjum á borð við McKinsey og Credit Suisse en lærði samhliða því betur hvað Ísland hefur upp á að bjóða og sneri heim. Síðan hefur hann stofnað námsfyrirtæki, leiðbeint ríkisstjórn í krísu, stutt forstjóra sem þurfa að skilja mikið á stuttum tíma og sitthvað fleira.

Elísabet Helgadóttir
Elísabet Helgadóttir er framkvæmdastjóri mannauðs og menningar hjá Icelandair. Hún hljóp inn í brennandi bankabyggingu rétt fyrir hrun og flugvél sem var að hrapa rétt fyrir Covid. Elísabet hefur reynst betri en engin við að hjálpa fólki og fyrirtækjum í gegnum erfiða tíma.
Þátturinn var tekinn upp rétt fyrir árslok 2020.

Ari Kristinn Jónsson
Dr. Ari Kristinn Jónsson hefur starfað sem rektor Háskólans í Reykjavík frá 2011. Hann er með doktorspróf í tölvunarfræði frá Stanford háskóla og hannaði gervigreindarhugbúnað fyrir geimbíla sem rúnta um á Mars. Ari ræðir við okkur um menntun, erfið ár fyrir HR, ákvarðanir fjölskyldunnar um að snúa aftur til Íslands og fleira.