Skip to main content
Spotify for Podcasters
Lífið á Laugum

Lífið á Laugum

By Lífið á Laugum

Lífið á Laugum er hlaðvarp um lífið á heimavistinni í Laugaskóla Sælingsdal. Hlaðvarpið er í umsjón Sigrúnar Hönnu Sigurðardóttur og Kristínar Bjarkar Jónsdóttur sem ræða við fyrrum nemendur og starfsfólk skólans um tímann þeirra á Laugum. Það er ýmislegt sem rifjast upp þegar hugurinn hvarflar aftur á bernskuslóðir og sumt er jafnvel látið flakka núna sem hefði aldrei verið viðurkennt á sínum tíma. Það skapast vissulega sérstök menning þegar fjöldi barna á aldrinum sex til sextán ára býr saman í einni kös fjarri foreldrum sínum.
Currently playing episode

Einu sinni settum við dauða mús í umslag og sendum uppá kennarastofu

Lífið á LaugumMar 15, 2023

00:00
01:34:30
Einu sinni settum við dauða mús í umslag og sendum uppá kennarastofu

Einu sinni settum við dauða mús í umslag og sendum uppá kennarastofu

Við hittum bekkjarsysturnar Hugrúnu Reynisdóttur og Dagnýju Karlsdóttur hressar fyrir í Saurbænum um daginn. Þær sögðust fyrst ekkert muna frá því þær voru á Laugum en rifjuðu svo upp hverja söguna á fætur annarri. Þær sögðu frá gráti og hlátri, góðum tímum og slæmum og allt þar á milli. Og ekki má gleyma prakkarastrikunum sem voru jafnvel fleiri en eitt og fleiri en tvö.
Mar 15, 202301:34:30
Ég man eftir fyrsta skóladeginum þínum, þegar þú komst inn með rauðu skólatöskuna á bakinu.

Ég man eftir fyrsta skóladeginum þínum, þegar þú komst inn með rauðu skólatöskuna á bakinu.

Við kíktum í Búðardal og heimsóttum hjónin Boga Kristinsson Magnusen og Hörpu Helgadóttur en þau byrjuðu fyrst að rugla saman reitum á heimavistinni á Laugum. Sambandið varði þó ekki nema í tvær vikur í það skiptið en þremur árum síðar náðu þau saman að nýju og nú rúmum þrjátíu árum síðar eru þau enn hamingjusamlega gift. Þau töluðu um fyrsta skóladaginn og þann síðasta og allt þar á milli. Það voru ótrúlega margar minningar sem þau gátu rifjað upp og sumt gleymist víst aldrei, til dæmis hvað gerðist á einu Lyngbrekkuballinu þegar þau voru 16 ára.
Feb 26, 202301:27:31
Það kom einu sinni undir barn þarna á heimavistinni

Það kom einu sinni undir barn þarna á heimavistinni

Hjónin Sigurlína Davíðsdóttir og Ragnar Ingi Aðalsteinsson, fyrrum kennarar Laugaskóla, tóku vel á móti okkur á heimili sínu í Reykjavík. Þau rifjuðu upp dvölina á Laugum á níunda áratugnum og áttu ýmsar skemmtilegar sögur í handraðanum. Þau bjuggu á Laugalandi í miðri hringiðunni í "Laugaþorpinu" ef svo má segja. Það var virkilega gaman að heyra hvaða upplifun kennararnir höfðu af börnunum og samfélaginu á Laugum sem einskorðaðist merkilegt nokk ekki bara við okkur nemendurna.
Jan 17, 202301:11:07
Það fór eftir því hvaða kennari var á gæslu hvað maður leyfði sér

Það fór eftir því hvaða kennari var á gæslu hvað maður leyfði sér

Á dögunum buðum við Sólrúnu Helgu Ingibergsdóttur og Þórdísi Eddu Guðjónsdóttur til okkar í sushi og spjall. Þær stöllur voru á Laugum á sama tíma og þáttastjórnendur og þátturinn ber þess merki. Bæði vegna sameiginlegra minninga en einnig þar sem við gleymdum okkur allar og spjölluðum út í eitt eins og oft vill verða þegar fyrrum nemendur Laugaskóla hittast. Þátturinn er sem sagt í lengri kantinum. Eins gátu Sólrún og Edda ekki þrætt fyrir það þegar við rifjuðum upp ákveðið uppátæki sem endaði inni á borði skólastjóra og refsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 

Nov 29, 202201:22:56
Við höfðum einn gang af fötum fyrir mánuðinn

Við höfðum einn gang af fötum fyrir mánuðinn

Hjónin Arndís Erla Ólafsdóttir og Bjarni Ásgeirsson í Ásgarði eru heldur betur fróð um sögu Laugaskóla enda eru þau búsett í nágrenninu, gengu bæði í skólann sem börn og Erla vann svo síðar meir í skólanum til fjölda ára. Eins var Ásgarður eitt sinn tímabundinn hluti af heimavistinni að Laugum á meðan verið var að byggja við skólann. Það var mjög skemmtilegt að spjalla við þau og fá að sjá hjá þeim myndir af uppbyggingunni á Laugum sem og aðrar upplýsingar og minningar sem þau höfðu varðveitt. Svo var það bara ansi notalegt fyrir tvær gamlar Laugastelpur að komast aftur í kaffi til hennar Erlu sem hafði bakað fyrir þær nokkrum áratugum áður í eldhúsinu á Laugum! 

Nov 17, 202255:13
Við vorum einu sinni látin sverja við Biblíuna

Við vorum einu sinni látin sverja við Biblíuna

Systurnar Erna og Bára Hjaltadætur tóku á móti okkur í eldhúskróknum á Fellsenda þar sem þær rifjuðu upp ýmislegt frá dvöl sinni á Laugum. Það var bæði gaman og fróðlegt að heyra hvernig húsakostur og annað tók breytingum á þeim árum sem liðu frá því Erna hóf skólagöngu og þar til Bára útskrifaðist. 

Nov 08, 202249:30
Sumir greiddu skólagjöldin með skrokkum

Sumir greiddu skólagjöldin með skrokkum

Félagarnir Tómas Ragnar Einarsson og Sigurbjörn Einarsson fyrrum nemendur í Laugaskóla í Sælingsdal spjölluðu við okkur um Lífið á Laugum. Tómas bjó á Laugum og Sigurbjörn í túnfætinum en báðir hafa þeir þó reynslu af því að vera á vistinni.

Oct 29, 202259:07
Ég hefði alls ekki viljað sleppa því að vera á Laugum

Ég hefði alls ekki viljað sleppa því að vera á Laugum

Kynningarþáttur.

Sigrún og Kristín voru nemendur á Laugum í Sælingsdal á níunda og tíunda áratug seinustu aldar. Í fyrsta þætti kynnumst við þeim aðeins og fáum smá innsýn hvað er í vændum.

Oct 26, 202220:04