
Lífið á Laugum
By Lífið á Laugum

Lífið á LaugumMar 15, 2023

Einu sinni settum við dauða mús í umslag og sendum uppá kennarastofu

Ég man eftir fyrsta skóladeginum þínum, þegar þú komst inn með rauðu skólatöskuna á bakinu.

Það kom einu sinni undir barn þarna á heimavistinni

Það fór eftir því hvaða kennari var á gæslu hvað maður leyfði sér
Á dögunum buðum við Sólrúnu Helgu Ingibergsdóttur og Þórdísi Eddu Guðjónsdóttur til okkar í sushi og spjall. Þær stöllur voru á Laugum á sama tíma og þáttastjórnendur og þátturinn ber þess merki. Bæði vegna sameiginlegra minninga en einnig þar sem við gleymdum okkur allar og spjölluðum út í eitt eins og oft vill verða þegar fyrrum nemendur Laugaskóla hittast. Þátturinn er sem sagt í lengri kantinum. Eins gátu Sólrún og Edda ekki þrætt fyrir það þegar við rifjuðum upp ákveðið uppátæki sem endaði inni á borði skólastjóra og refsinguna sem fylgdi í kjölfarið.

Við höfðum einn gang af fötum fyrir mánuðinn
Hjónin Arndís Erla Ólafsdóttir og Bjarni Ásgeirsson í Ásgarði eru heldur betur fróð um sögu Laugaskóla enda eru þau búsett í nágrenninu, gengu bæði í skólann sem börn og Erla vann svo síðar meir í skólanum til fjölda ára. Eins var Ásgarður eitt sinn tímabundinn hluti af heimavistinni að Laugum á meðan verið var að byggja við skólann. Það var mjög skemmtilegt að spjalla við þau og fá að sjá hjá þeim myndir af uppbyggingunni á Laugum sem og aðrar upplýsingar og minningar sem þau höfðu varðveitt. Svo var það bara ansi notalegt fyrir tvær gamlar Laugastelpur að komast aftur í kaffi til hennar Erlu sem hafði bakað fyrir þær nokkrum áratugum áður í eldhúsinu á Laugum!

Við vorum einu sinni látin sverja við Biblíuna
Systurnar Erna og Bára Hjaltadætur tóku á móti okkur í eldhúskróknum á Fellsenda þar sem þær rifjuðu upp ýmislegt frá dvöl sinni á Laugum. Það var bæði gaman og fróðlegt að heyra hvernig húsakostur og annað tók breytingum á þeim árum sem liðu frá því Erna hóf skólagöngu og þar til Bára útskrifaðist.

Sumir greiddu skólagjöldin með skrokkum
Félagarnir Tómas Ragnar Einarsson og Sigurbjörn Einarsson fyrrum nemendur í Laugaskóla í Sælingsdal spjölluðu við okkur um Lífið á Laugum. Tómas bjó á Laugum og Sigurbjörn í túnfætinum en báðir hafa þeir þó reynslu af því að vera á vistinni.

Ég hefði alls ekki viljað sleppa því að vera á Laugum
Kynningarþáttur.
Sigrún og Kristín voru nemendur á Laugum í Sælingsdal á níunda og tíunda áratug seinustu aldar. Í fyrsta þætti kynnumst við þeim aðeins og fáum smá innsýn hvað er í vændum.