Skip to main content
Spotify for Podcasters
Líkami.is hlaðvarp

Líkami.is hlaðvarp

By Líkami.is - Hlaðvarp

Er í umsjón Björns Þórs Sigurbjörnssonar einkaþjálfara. Tilgangur hlaðvarpsins er að fá fólk úr ýmsum áttum til að ræða það sem viðkemur heilsu og heilbrigði. Það er fátt sem ekki viðkemur heilsunni í daglegu lífi hvort sem við áttum okkur á því eða ekki.

Hlaðvarpið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, YouTube og á vefsíðunni likami.is.

Instagram: @bjoddi_tjalfari
Facebook: @bjornthoreinkaþjalfari
YouTube: @Björn Þór Sigurbjörnsson


Available on
Apple Podcasts Logo
Google Podcasts Logo
Pocket Casts Logo
RadioPublic Logo
Spotify Logo
Currently playing episode

#12 Helgi Jónas Guðfinnsson- Osteópati og Styrktarþjálfari

Líkami.is hlaðvarp Feb 19, 2023

00:00
59:25
#12 Helgi Jónas Guðfinnsson- Osteópati og Styrktarþjálfari

#12 Helgi Jónas Guðfinnsson- Osteópati og Styrktarþjálfari

Spjallaði við Helga Jónas Guðfinnsson og spurði hann út í Metabolic æfingakerfið sem hann smíðaði. Hann segir frá hugmynda og þjálffræðinni á bak við Velocity þjálfun auk mikilvægi þess að endurmennta sig og að lokum segir hann frá því hvernig hugmyndin kviknaði í að læra Osteópatan við Skandinaviska Osteopathögskolan í Gautaborg. En hann útskrifaðist þaðan vorið 2022.
Feb 19, 202359:25
#11 Páll Jakob Líndal - Umhverfissálfræði og sálfræðileg endurheimt (e.psychological restoration)

#11 Páll Jakob Líndal - Umhverfissálfræði og sálfræðileg endurheimt (e.psychological restoration)

Eftir langa pásu frá hlaðvarpsupptökum þá hef ég ákveðið að koma því aftur inn. En í þessum þætti fékk ég þann heiður að spjalla við Pál Jakob Líndal sem er  doktor í umhverfissálfræði frá háskólanum í Sydney. Páll hefur talað ötullega fyrir því hvaða áhrif umhverfið eins og þétting byggðar t.a.m. á heilsu og vellíðan og einnig hvaða áhrif við höfum á umhverfið, hann talar einnig virkt um sálfræðilega endurheimt (e.psychological restoration). Páll er kennari í HÍ við umhverfissálfræði, sinnir ráðgjöf á þessu sviði sem og er að vinna að rannsóknum. Mig langaði til þess að spyrja hann nánar út í þetta viðfangsefni svo maður sé einhverju nær. Þetta er eitt af því sem má taka inn í þá flóru sem kemur til með að hafa áhrif á okkar heilsu og ákvarðanatökur okkar, því ég er sannfærður um það að þetta viðfangsefni hefur meiri áhrif á okkur en við stundum höldum frá frá degi til dags, allt telur! Ég mæli virkilega með því að leggja við hlustir svo þið séuð einhverju nær svo þið getið bætt þessu við sarpinn
Aug 17, 202255:52
#10 Mataræðispælingar - Micronutrients, fjölbreytni fæðu og skaðsemi þess að borða of fáar hitaeiningar

#10 Mataræðispælingar - Micronutrients, fjölbreytni fæðu og skaðsemi þess að borða of fáar hitaeiningar

Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að gefa út þætti þar sem ég tek fyrir ákveðið efni og fjalla um það út frá mínu sjónarmiði. Hér er sá fyrsti kominn í loftið og er ég í meginatriðum að fjalla um mikilvægi þess að beina sjónum að vítamínum, stein og snefilefnum fyrir starfssemi líffæra í stað þess að horfa eingöngu í hlutfall orkuefnanna þriggja og hitaeiningar, fer inn á mínar skoðanir gagnvart fæðusamsetningu og vitna í rannsókn sem gerð var við háskólann í Minnesóta sem sýndi afleiðingar af því að borða of fáar hitaeiningar til lengri tíma. Um er að ræða mitt sjónarmið og ekki skal taka því sem kemur fram sem almennum ráðleggingum. Við erum öll misjöfn og til að ákvarða leið einstaklinga þá þarf að skoða "ökkla og eyra" viðkomandi. Það sem virkar fyrir X þarf ekki endilega að virka fyrir Y.  Þátturinn er unninn í samstarfi við World Class og HealthyCo 
Apr 04, 202127:30
#9 Helgi "Flex" Guðmundsson: Líkamsrækt, heimakennsla barna hans og skólakerfið

#9 Helgi "Flex" Guðmundsson: Líkamsrækt, heimakennsla barna hans og skólakerfið

Áður en við tókum upp þáttinn þá tókum við æfingu saman sem var virkilega góð, og við hæfi að byrja spjallið á því sem við ræddum um á æfingunni. Á 13 mín byrja ég að spyrja Helga út í það sem hann og kona hans Rut Sigurðardóttir ákváðu að gera eftir mikla rannsóknavinnu sem var að hafa börn sín tvö í heimaskóla þar sem þau blómstra. Helgi sem er kennaramenntaður auk þess að vera íþróttafræðingur og einkaþjálfari segir frá áhugaverðri sín sinni á skólakerfið og  hugmyndafræði heimaskólans sem börn hans sækja, mjög áhugavert!   Þátturinn er unninn í samstarfi við World Class og HealthyCo 
Feb 27, 202102:14:50
#8 EKKI GEFAST UPP, LÍKAMSRÆKT FYRIR UNGMENNI SEM GLÍMA VIÐ ANDLEGA VANLÍÐAN

#8 EKKI GEFAST UPP, LÍKAMSRÆKT FYRIR UNGMENNI SEM GLÍMA VIÐ ANDLEGA VANLÍÐAN

Gestur þáttarins er Stefán Ólafur Stefánsson menntunar og uppeldisfræðingur. Sem m.a. stendur á bak við Ekki gefast upp líkamsræktarnámskeiðin sem eru fyrir ungmenni sem glíma við andlega vanlíðan, félagsfælni og kvíða. Stefán segir frá hugmyndafræðinni á bak við stofnun ekki gefast upp, breytingar sem orðið hafa í starfssemi þeirra, tölum um íþróttastarf ungmenna, andlega vanlíðan ungra karlmanna og margt fleira. Þetta er þáttur sem vert er að hlusta á. Þátturinn er unninn í samstarfi við World Class og HealthyCo á Íslandi.
Feb 15, 202157:59
#7 Sigrún María í FitbySigrún - mömmu og meðgönguþjálfun

#7 Sigrún María í FitbySigrún - mömmu og meðgönguþjálfun

Sigrún rekur FitbySigrún og Kvennastyrk sem er nýleg líkamsræktarstöð í Hafnarfirði. Hún hefur sérhæft sig í þjálfun fyrir nýbakaðar mæður og fyrir konur á meðgöngu. Í þættinum segir hún frá sjálfri sér, hvernig það kom til að hún fór í þennan rekstur og hugmyndafræði sína. Hér er á ferðinni gríðarlega flott stelpa sem lætur verkin tala.  Heimasíða FitbySigrún  FitbySigrún á Instagram
Jan 11, 202157:29
#6 Íris Huld og Einar Carl í Primal - sigraðu streituna, öndun, taugakerfið og saga þeirra hjóna

#6 Íris Huld og Einar Carl í Primal - sigraðu streituna, öndun, taugakerfið og saga þeirra hjóna

Viðmælendur þáttarins eru hjónin Íris Huld Guðmundsdóttir íþróttafræðingur og markþjálfi og Einar Carl Axelson nuddari og yfirþjálfari í Primal. Ég fékk þau til mín í viðtal eftir að hafa lengi fylgst með þeirra flottu vinnu sem þau hafa unnið og vinna. Í þættinum segir Íris frá upphafi Sigrum streituna námskeiðsins sem er mjög vinsælt, og Einar Carl talar um hugmyndafræði Primal, sögu þess og gefur parktísk ráð við þjálfun. Þau bæði eru mjög áhugaverðir einstaklingar sem athyglisvert er að fylgjast með. Íris Huld á instagram  Einar Carl á instagram Heimasíða primal.is
Dec 11, 202001:02:54
#5 Jón Ívar Einarsson covid og bóluefnið

#5 Jón Ívar Einarsson covid og bóluefnið

Viðmælandi þáttarins er Jón Ívar Einarsson prófessor við læknadeild Harvard og skurðlæknir við Brigham and Women‘s Hospital í Boston Jón hefur sterkar skoðanir á hlutum sem tengjast covid. Í þættinum lýsir hann einnig virkni bóluefnisins frá Pfizer.
Dec 07, 202054:57
#4 Beggi Ólafs - betri í dag en í gær

#4 Beggi Ólafs - betri í dag en í gær

Bergsveinn Ólafsson, betur þekktur sem Beggi Ólafs, er knattspyrnumaður, mastersnemi í hagnýtri jákvæðari sálfræði og þjálfunarsálfræði og fyrirlesari. Beggi hefur mikla ástríðu fyrir því hvernig fólk getur lifað þýðingamiklu lífi og hámarkað tilvist sína á þessari jörð. Einn liður í því að verða betri einstaklingur í dag en í gær er að sinna heilsunni, sem Beggi hugar mikið að, hann er nýbúinn að gefa út bókina tíu skref í átt að innihaldsríku lífi sem er stórkostleg bók. Beggi heldur úti vefsíðunni www.beggiolafs.com og er á instagram undir beggiolafs.
Nov 30, 202001:11:45
#3 Pálmar Ragnarsson: Virkjaðu það besta í þér

#3 Pálmar Ragnarsson: Virkjaðu það besta í þér

Viðmælandi þáttarin er Pálmar Ragnarson einn vinsælasti fyrirlesari landsins þar sem hann talar fyrir bættum samskiptum en þar getum við eflaust alltaf blómum á okkur bætt. Hann er einnig nýbúinn að gefa út bókina samskipti sem er bæði þarfandi og fræðandi lestur. Pálmar er einn af þeim einstaklingum sem gefur allt sem hann á í það sem hann fæst við og hefur uppskorið ríkulega eftir því. Í þættinum fjöllum við um mikilvægi góðra samskipta á heilsu okkar,  hvernig þú nærð að framkalla það besta fram í sjálfum þér, fyrirlestra hans og bókina samskipti og hvernig hún kom til. Frábær hlustun!
Nov 20, 202001:01:31
#2 Björgvin Páll Vopnabúrið, streita, öndun, ferillinn og ADHD

#2 Björgvin Páll Vopnabúrið, streita, öndun, ferillinn og ADHD

Gestur þáttarins er Björgvin Páll Gústafsson landsliðsmarkvörður í handbolta, öndunarsérfræðingur og lífskúnstner. Í þættinum spjöllum við um átaksverkefni hans Vopnabúrið sem er átaksverkefni við einelti og andlegri líðan í grunnskólum, streitu, kvíða, ADHD og farið inn á öndun og taugakerfið með tilliti til andlegrar líðan. Ég spurði hann út í ferilinn og hann segist enn eiga 10 ár eftir miðað við hvernig hann er í dag. Ekki missa af þessum þætti! Björn einkaþjálfari á Facebook og Instagram.
Nov 13, 202001:01:38
#1 Rafn Franklín

#1 Rafn Franklín

Gestur þáttarins er Rafn Franklín. Rafn er mikill viskubrunnur og hefur fetað áhugaverðar leiðir og ere inn þeirra sem hafa óþreytandi áhuga á að bæta við sig þekkingu sem er næg fyrir. Eftir að hafa kynnst Rafni fyrr árinu þegar ég fór í viðtal í hlaðvarpið hans 360heilsa hefur okkur orðið vel til vina þar sem við deilum mörgu sameiginlegu og mér fannst við hæfi að fá hann í viðtal á þessum tímapunkti þegar við erum í mesta skammdeginu og líkamsræktarstöðvar eru lokaðar, við fjöllum um covid æfingar og strúktúr, veltum við steinum í mataræðispælingum og svörum spurningum. Rafn starfar sem einkaþjálfari og heilsuráðgjafi í hreyfingu, er sölu & markaðsstjóri Purenatura og heldur úti hlaðvarpinu og vefsíðunni 360 heilsa. Góða hlustun!
Oct 31, 202001:14:12