Skip to main content
Spotify for Podcasters
Hlaðvarp Myntkaupa

Hlaðvarp Myntkaupa

By Myntkaup

Hlaðvarp Myntkaupa er nýtt hlaðvarp sem fjallar um allt tengt bitcoin og hvað er að gerast í hinum síbreytilega heimi rafmynta. Við fáum til okkar góða gesti og fjöllum um málefni sem tengjast rafmyntum.

Myntkaup er vinsælasti staðurinn fyrir Íslendinga til að stunda viðskipti með Bitcoin og aðrar rafmyntir. Rúmlega 3% Íslendinga nota Myntkaup til þess að kaupa og selja bitcoin. Þú finnur okkur á myntkaup.is eða með því að sækja Myntkaup appið í App Store eða Google Play store.
Available on
Apple Podcasts Logo
Spotify Logo
Currently playing episode

Fréttahornið: Bitcoin stendur traustari fótum en nokkru sinni fyrr - Greiðslufærni Bandaríkjanna í óvissu?

Hlaðvarp MyntkaupaMay 26, 2023

00:00
05:43
Fréttahornið: Bitcoin stendur traustari fótum en nokkru sinni fyrr - Greiðslufærni Bandaríkjanna í óvissu?

Fréttahornið: Bitcoin stendur traustari fótum en nokkru sinni fyrr - Greiðslufærni Bandaríkjanna í óvissu?

Í þessu fréttahorni er fjallað um hvernig fjársterkir aðilar eru að kaupa upp og safna Bitcoin til lengri tíma. Einnig er fjallað um líklegar afleiðingar fyrirhugaðrar hækkunar á skuldaþaki bandaríska ríkisins.

May 26, 202305:43
Fréttahornið: Grundvallaratriði Bitcoin bálkakeðjunnar

Fréttahornið: Grundvallaratriði Bitcoin bálkakeðjunnar

Í þessu fréttahorni fjallar Kjartan um óvenjulegt álag á Bitcoin bálkakeðjunni undanfarið sem hefur leitt til aukins kostnaðar færslugjalda á keðjunni. Einnig er fjallað um grundvallaratriði Bitcoin bálkakeðjunnar í stuttu og kjarnyrtu máli.

May 11, 202305:28
 Fréttahornið: Enn annar bankinn fallinn í Bandaríkjunum. Hvar endar þetta og hvernig bregst Bitcoin við?

Fréttahornið: Enn annar bankinn fallinn í Bandaríkjunum. Hvar endar þetta og hvernig bregst Bitcoin við?

Nú á dögunum féll hinn stóri First Republic Bank í Bandaríkjunum, en þrátt fyrir það heldur gengi Bitcoin áfram á góðri siglingu. Stýrivextir í Bandaríkjunum hækkuðu um 25 punkta í gær, 3. maí 2023. Er greiðsluþrot bandaríska ríkisins yfirvofandi? Er meiri áhætta að eiga ekkert Bitcoin heldur en að eiga a.m.k. smá Bitcoin? Um þetta og fleira er fjallað um í þessu fréttahorni.

May 04, 202307:18
Fréttahornið: Shanghai uppfærslan væntanleg á Ethereum bálkakeðjunni, hvað felur hún í sér og hvaða áhrif mun hún hafa?

Fréttahornið: Shanghai uppfærslan væntanleg á Ethereum bálkakeðjunni, hvað felur hún í sér og hvaða áhrif mun hún hafa?

Í þessu fréttahorni er sjónum beint að svonefndri Shanghai uppfærslu hjá Ethereum sem beðið hefur verið eftir með talsverðri eftirvæntingu, en þá loksins verður hægt að taka út og ráðstafa læstu ETH á bálkakeðjunni. Einnig er fjallað um hugtökin proof of work og proof of stake. Við hjá Myntkaupum erum mjög jákvæðir gagnvart Shanghai uppfærslunni og könnum nú bestu leiðir til þess að viðskiptavinir Myntkaupa geti notið góðs af.

Apr 05, 202305:37
Fréttahornið: Bitcoin rýkur upp meðan bankar heimsins titra og skjálfa. Hvernig bregst Seðlabanki Bandaríkjanna við?

Fréttahornið: Bitcoin rýkur upp meðan bankar heimsins titra og skjálfa. Hvernig bregst Seðlabanki Bandaríkjanna við?

Í þessu fréttahorni er fjallað um áframhaldandi vandræði í bankakerfi heimsins, samhliða allverulegri hækkun á gengi Bitcoin. Er Bitcoin eina leiðin til þess að verja sig gagnvart kerfislægum vanda fjármálakerfisins? Öll augu beinast nú að viðbrögðum Seðlabanka Bandaríkjanna. Um þetta og fleira er fjallað í þessu fréttahorni Myntkaupa.

Mar 20, 202304:57
Fréttahornið: Fall Silicon Valley Bank. Hvernig bregst rafmyntamarkaðurinn við?

Fréttahornið: Fall Silicon Valley Bank. Hvernig bregst rafmyntamarkaðurinn við?

Óhætt er að segja að atburðarás síðustu daga hafi valdið titringi á fjármálamörkuðum, en þrír bankar, Silvergate Capital, Silicon Valley Bank og New York Signature Bank, hafa allir fallið vestanhafs. Yfirvöld þar í landi hafa stigið inn í og tryggt allar innstæður bankanna að fullu. Þessir bankar hafa verið áberandi fyrir að þjónusta fyrirtæki í rafmyntageiranum, meðal annars Circle sem heldur utan um USDC.

Hvaða áhrif mun þetta koma til með að hafa? Af hverju hefur rafmyntamarkaðurinn rokið upp í kjölfarið? Hvað gerðist með USDC?

Um þessi atriði er fjallað í fréttahorni hlaðvarps Myntkaupa. Fréttahornið verður reglulegur liður þar sem fjallað er um mikilvæga viðburði í rafmyntaheiminum í suttu og hnitmiðuðu máli.  Þátturinn er aðeins um fjórar mínútur og er samantekt á því helsta. Ekki er víst að öll kurl séu komin til grafar og má því vænta frekari og ítarlegri umfjöllun síðar í hlaðvarpi Myntkaupa.

Mar 13, 202303:49
Tæknigreining, staða á mörkuðum og hverjar eru framtíðarhorfurnar? Með Elmari Johnson | Fyrsti þáttur

Tæknigreining, staða á mörkuðum og hverjar eru framtíðarhorfurnar? Með Elmari Johnson | Fyrsti þáttur

Í þessum fyrsta þætti af Hlaðvarpi Myntkaupa fengum við góðan gest í heimsókn. Þúsundþjalasmiðurinn Elmar Johnson hefur farið um víðan völl, hann er læknir að mennt og hefur starfað sem slíkur en hann var einnig einn af stofnendum ferðaþjónustufyrirtækisins Guide to Iceland. Síðustu ár hafa fjárfestingar í rafmyntum og öðrum eignarflokkum átt hug hans allan en í þessum þætti ræðir Elmar við Kjartan um tæknigreiningu (e. technical analysis) og hvernig á að nota það tól til að greina markaði. Einnig rekur Elmar hvað gerðist í síðustu uppsveiflu, hvað er að gerast í núverandi niðursveiflu og hvers má vænta á næstu mánuðum og árum. Þessi þáttur er tilvalinn fyrir þá sem vilja kafa djúpt ofan í heim rafmynta!

Þáttastjórnandi er Kjartan Ragnars, regluvörður Myntkaupa og meðstofnandi félagsins.

Feb 28, 202301:23:30