Skip to main content
Spotify for Podcasters
Sveitasíminn

Sveitasíminn

By Sauðfjársetur á Ströndum

Hlaðvarpsþættir Sauðfjársetursins á Ströndum.
Available on
Google Podcasts Logo
Pocket Casts Logo
RadioPublic Logo
Spotify Logo
Currently playing episode

Grænmetisrækt og loftslagsvænn landbúnaður

SveitasíminnAug 09, 2022

00:00
19:55
Sauðfjársetrið í 20 ár

Sauðfjársetrið í 20 ár

Í þættinum spjallar Dagrún Ósk við Ester Sigfúsdóttur forstöðukona Sauðfjársetursins. Ester hefur nú stýrt Sauðfjársetrinu í 10 ár og í þættinum lítur hún yfir farinn veg og ræðir um viðburði, sýningar, menningarverkefni og hlutverk safnsins í samfélaginu. Í þættinum heyrast líka í fyrri viðmælendum í þessari seríu Sveitasímans. Þar ræða Íris Björg Guðbjartsdóttir, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Matthías Sævar Lýðsson og Sverrir Guðbrandsson um viðburði safnsins og hlutverk þess í samfélaginu.

Aug 10, 202225:45
Æðarbúskapur, sauðfjárbeit og líffræðilegur fjölbreytileiki

Æðarbúskapur, sauðfjárbeit og líffræðilegur fjölbreytileiki

Í þættinum spjallar Dagrún Ósk við Matthías Sævar Lýðsson bónda í Húsavík við Steingrímsfjörð. Matthías segir frá lífinu í sveitinni og búskapnum, en auk þess sem þau hjónin eru með sauðfé og kjötvinnslu eru þau æðarbændur. Matthías segir skemmtilegar sögur af því þegar hann ól upp æðarunga sem elskuðu djass og lentu í ýmsum ævintýrum. Þá segir Matthías frá rannsóknum sem hafa verið gerðar varðandi mikilvægi sauðfjárbeitar fyrir líffræðilegan fjölbreytileika, bæði fugla og gróðurs.

Aug 09, 202232:07
Grænmetisrækt og loftslagsvænn landbúnaður

Grænmetisrækt og loftslagsvænn landbúnaður

Í þættinum spjallar Dagrún Ósk við Guðfinnu Láru Hávarðardóttur bónda í Stóra-Fjarðarhorni í Kollafirði. Guðfinna segir frá búskapnum, en þau eru einnig með öfluga grænmetisrækt og rækta meðal annars blómkál, brokkolí, gulrætur og kartöflur í ýmsum litum. Guðfinnu finnst spennandi að prófa nýja hluti og hefur gert allskonar tilraunir í ræktuninni, en hún segir að veðurfarið á svæðinu sé heppilegt fyrir ræktun af þessu tagi. Þá segir Guðfinna frá verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður sem þau í Stóra Fjarðarhorni taka þátt í.

Aug 09, 202219:55
Minningar úr sveitinni: Smalamennskur, dráttarvélar og refaveiðar

Minningar úr sveitinni: Smalamennskur, dráttarvélar og refaveiðar

Í þættinum spjallar Dagrún Ósk við Sverri Guðbrandsson sem ólst upp á Bassastöðum í Kaldrananeshreppi. Sverrir rifjar upp skemmtilegar minningar og segir frá æskunni í sveitinni, ferðum í heimavistarskólann á Klúku í Bjarnarfirði, smalamennskum í Hvannadal, Skarðsrétt, refaveiðum og fleiru. Auk þess segir hann frá áhuga sínum á dráttarvélum og tækjum. Það er magnað að hlusta á Sverri segja frá en þegar hann var að alast upp var til dæmis ekki rafmagn á bænum, það hefur því margt breyst á síðustu áratugum.

Aug 07, 202232:32
Kindur, kýr og ljúfar stundir

Kindur, kýr og ljúfar stundir

Í þættinum spjallar Dagrún Ósk við Írisi Björg Guðbjartsdóttur. Íris ólst upp á kúabúi í Dölunum en er nú sauðfjárbóndi á Klúku í Miðdal við Steingrímsfjörð. Íris segir frá æskunni í sveitinni og ýmsum breytingum sem hafa orðið, til dæmis í tengslum við heyskap og tækni. Þá rifjar hún upp minningar sínar af sveitasímanum. Íris segir einnig frá helsta muninum á því að vera með kindur og kýr, sínum uppáhaldskindum, ljúfu stundunum og fegurð hversdagsins í búskapnum.

Aug 07, 202224:58
Sauðfjársetur á Ströndum: Upphafið, ímyndarsköpun, gleði og gaman

Sauðfjársetur á Ströndum: Upphafið, ímyndarsköpun, gleði og gaman

Í fyrsta þættinum af sveitasímanum spjallar Dagrún við Jón Jónsson sem var fyrsti framkvæmdastjóri Sauðfjársetursins á Ströndum og gengdi því hlutverki á árunum 2002-2006. Jón segir okkur frá hugmyndinni og upphafsárum Sauðfjársetursins, markmiðunum, viðburðunum, sýningunum og fólkinu sem stendur að baki safninu. Jón segir líka aðeins frá sínum tengslum við sveitina og minningum um sveitasímann. 

Aug 01, 202227:47