
Spekingar Spjalla
By Podcaststöðin

Spekingar SpjallaDec 02, 2023

233. Jólabjór 6.0
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

232. Gestagangur - Elli og Steini
Spekingar fengu glæsilega gesti þessa vikuna. Elli og Steini eru mættir til að fara yfir allt það helsta og annað sem minna máli skiptir.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

231. Vikan, Landsliðið, Þjóðarleikvangar, Star Wars og Gervigreind.
Matti fékk heldur betur Spekinga þessa vikuna, en þeir Auðjón og Þórhallur héldu þættinum uppi þar sem þrír Spekingar voru fjarverandi. Spekingar fóru að venju yfir vikuna ásamt því að snerta á Landsliðinu, Þjóðarleikvöngum, Star Wars og Gervigreind.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

230. Steinn Stefánsson
Spekingar fengu frábæran gest þessa vikuna. Steinn Stefánsson frá bruggverksmiðjunni Malbygg kíkti í heimsókn til Matta og Sesa, en Sæþór og Jón voru veðurtepptir. Steinn er hafsjór af fróðleik þegar það kemur að Bjór og bruggi og eins og alltaf er spjallað um allt milli himins og jarðar.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

229. Vikan, Topp 3, Létt&Laggott, Hvort myndir þú frekar og Kvikmyndaskorið
Loksins mættir aftur eftir fjarveru en aldrei verið betri. Farið yfir ástæðu fjarveru okkar í vikunni, Topp 3 skemmtilegustu fríin, Létt&Laggot snúið, Hvort myndir þú frekar þægilegt og trúðamyndir í Kvikmyndaskorinu.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

228. Slúðrið, Topp 3, Tilfinningaskalinn og Kvikmyndaskorið
Allir mættir. Loksins segja einhverjir. Brakandi Slúður, Topp 3 karlmenn sem þú myndir vilja sofa hjá, sérstakur Tilfinningaskali og Kvikmyndaskor um myndir sem gerast í Boston í tilefni komandi BROS ferðar Matthíasar.

227. Vikan, Slúðrið, TayTay Hornið, Myndir´ðu fyrir Aur, Kvikmyndaskorið og Tilfinningaskalinn
Við biðjum ykkur góðu hlustendur afsökunar á messufalli síðustu vikur. Mættir aftur og aldrei sterkari. Síðustu vikur viðburðaríkar, Slúðrið sjóðandi, TayTay Hornið góða, Myndir´ðu fyrir Aur, Kvikmyndaskorið um London myndir og Tilfinningaskalinn léttur þessa vikuna.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

226. Vikan, Slúður, Topp 3, Myndir´ðu Fyrir Smá Aur og Helgin
Tveir Spekingar uppteknir en Atli Þór mætti í þeirra stað enda tveggja manna maki. Farið yfir vikuna, Topp 3 á sínum stað, Myndir´ðu Fyrir Smá Aur og Helgin er framundan. Frábær skemmtun fyrir ykkur frábæra fólk. Farið varlega og hringið í mömmu ykkar og segið henni hvað ykkur þykir vænt um hana.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

225. Slúður, Gull Lite Testið, Topp 3, Frægar Línur, Kvikmyndaskorið og Helgin.
Vektu mig þegar september endar söng Green Day um árið. September er hins vegar bara að rétt að byrja og Spekingar eru glaðvakandi. Matti var með óstaðfestar fréttir frekar en Slúður, Gull Lite Testið eða Gull Lite Testamentið eins og það ætti að vera kallað kom inn eftir langa pásu, Topp 3 bíómyndalínur, ógó Frægar Línur og Kvikmyndaskor um vond veðmál. Ég veðja að þessi þáttur geti ekki klikkað. Helgin er framundan og munið að vera góð við hvort annað.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

224. Maraþon Special, TayTay Hornið, Létt&Laggott, Tilfinningaskalinn, In a Mood For a Food og Helgin
Messufall í síðustu viku en Spekingar eru mættastir þessa vikuna. Matti fór yfir maraþonið, TayTay Hornið á sínum stað, Létt&Laggott ofan á brauð, Tilfinningskalinn 😔 og In a Mood For a Food. Helgin rædd í lokin.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

223. Vikan, Ertu PC, Topp 3, Tilfinningaskalinn, Kvikmyndaskorið og Helgin
Fyrir þá sem ekki vita er einn Spekinga að fara að hlaupa maraþon á laugardaginn. Hann var að sjálfsögðu mættur í kvöld til að fara yfir "game planið" sem er að bera vaselín á húð og hár fyrir hlaup. Nýr liður, Ertu PC, leit dagsins ljós, Topp 3 bestu kvikmyndir allra tíma, Tilfinningaskalinn dannaður í þetta sinn og myndir sem tengjast brúðkaupum í Kvikmyndaskorinu. Helgin framundan rædd í lokin.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

222. Slúður, TayTay Hornið, Topp 3, Vel eða Kvel, Tilfinningaskalinn og Lesendabréf
Spekingar 3 þessa vikuna, Slúðrið á sínum stað, Karen sendi inn bréf í TayTay horninu, Topp 3 draumastörf, Vel eða Kvel, Tilfinningaskalinn óþægilegur að vanda og vandi leystur í Lesendabréfi.

221. Vikan, Slúður, Létt&Laggot, To Eat or Not To Eat, Topp 3, Kvikmyndaskorið og Tillfinningaskalinn
Sneisafullur þáttur í boði verslunarmanna. Slúðrað, Létt&Laggott snéri aftur sem og To Eat or Not To Eat, Topp 3 drykkir á djamminu, golfmyndir í Kvikmyndaskorinu og Tilfinningaskalinn jafn óþægilegur og áður.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

220. Vikan, Slúðrið, Topp 3, Tilfinningaskalinn, Kvikmyndaskorið og Helgin.
Spekingar eru mættir aftur eftir sumarfrí í síðustu viku (skita af okkar hálfu). Ekki fullur bátur en það komu engar að síður skemmtilegar og fróðlegar umræður eins og venja er. Spekingar fóru yfir vikuna, Slúðrið var á sínum stað, Topp 3 bestu íslensku hljómsveitirnar, Tilfinningaskalinn var ótrúlegt en satt nokkuð auðveldur, Sesi rassskellti Matta í kvikmyndaskorinu ( mögulega var met slegið) og að vanda fóru spekingar yfir helgina.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

219. Vikan, Maraþon, Topp 3, Kvikmyndaskorið og Helgin
Spekingum líður best á sumrin. Ekki fullur bátur en við fengum okkar besta, Kára Sigurðsson, til að sigla fleyginu í höfn þessa vikuna. Fórum yfir síðustu viku, ræddum maraþonið framundan, Topp 3 á sínum stað og hjartaknúsarar í Kvikmyndaskorinu. Helgin rædd í lokin.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

218. Vikan, Slúðrið, TayTay, Frægar línur, Topp 3, Tilfinningaskalinn og Myndirðu fyrir smá Aur.
Spekingar voru án Sæþórs þessa vikuna en hann fékk heimsókn frá Iðnaðarmanni ársins honum Ella smið, sem er ekkert eðlilega flottur smiður. Spekingar fóru yfir vikuna að vanda, Slúðrið var á sínum stað, Karen sendi inn bréf í TayTay horninu, Frægar línur komu aftur eftir langt hlé, Topp 3 besti grillmaturinn, Tilfinningaskalinn var óþægilegur að venju og Myndirðu fyrir smá Aur setti spekinga í flækju áður en farið var yfir það sem komandi helgi býður uppá.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

217. Vikan, Góðgerðar Matti, Slúðrið, Topp 3, Tilfinningaskalinn, Kvikmyndaskorið og Myndirðu fyrir smá Aur.
Það er fullmannað skip þessa vikuna, loksins segir einhver en áfram gakk. Spekingar fóru að venju yfir vikuna, Góðgerðar Matti kíkti í heimsókn, Slúðrið var á sínum stað, frábær úrslit í Topp 3, Tilfinningaskalinn sprakk þegar Spekingar neiðuðu að svara erfiðum þrýsting frá Jútube, Kvikmyndaskorið mætti aftur eftir pásu og Myndirðu fyrir smá Aur. Spekingar enduðu að venju á því helsta sem er að gerast um helgina.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

216. Vikan, endalausar umræður sem leiðast út í Topp 3 og helgina.
Spekingar fá svakalegan liðsauka þessa vikuna þar sem vinur þáttarins hann Þórhallur fyllir í skarð Sæþórs og Youtube. Spekingar byrja eins og alltaf á vikunni. Miklar, uppbyggilegar samræður um allt og ekkert taka við sem endar í Topp 3 (Vá, líklega lengsta Topp 3 sögunnar) og svo helgin. Spekingar þakka Þórhalli sérstaklega fyrir liðsaukann.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

215. Vikan, Slúðrið, TayTay hornið, Ekkert slúður, bara múður, Topp 3, Hvaða leik viltu leika, Tilfinningaskalinn
Spekingar sakna Sæþórs þessa vikuna, en kúturinn er á fullu að byggja sér og sínum hreiður. Slúðrið fór um víðan völl, TayTay hornið með sturlaða staðreynd, Ekkert slúður, bara múður þar sem kíkt er á afmælisbörn dagsins, Topp 3 tónleikar sem spekingar væru til í að sjá, Hvaða leik viltu leika (HVort myndirðu frekar) og Spekingar enduðu á Tilfinningaskalanum sem er alltaf erfiður liður fyrir Spekinga.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

214. Vikan, Slúðrið, Topp 3, Myndir´ðu fyrir Smá Aur, Tilfinningaskalinn og Spekingur Vikunnar
Skytturnar þrjár eru mættar þessa vikuna. Tækni-Slúður á gervihnattaöld, Topp 3 uppáhalds símarnir sem við höfum átt, allir samstíga og sammála í Myndir´ða fyrir Smá Aur og Tilfinningaskalanum og Spekingur vikunnar var krýndur.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

213. Hefðbundin aðalfundarstörf, Slúður, Topp 3, Tilfinningaskalinn og Kvikmyndaskorið
Spekingar biðjast velvirðingar á messufalli í síðustu viku. Við bætum það upp með eldfimum þætti þessa vikuna. Hefðbundin aðalfundarstörf, Slúðrið löðrandi, Topp 3 aðstæður þar sem þú hefur borðað mat án þess að finnast hann góður, Tillfinngaskalinn einn rússíbani og Kvikmyndaskorið tengdist leiðtogaborginni Reykjavík.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

212. Vikan, Topp 3, Tilfinningaskalinn, Vel eða Kvel og svo er helgi framundan
Þetta var óvenjulegur þáttur þar sem það vantaði tvo máttarstólpa (samt ekki) Þórhallur mætti og stóð fyrir sínu. Það var rætt um úrslita keppnina í handbolta, körfu og enska boltans. Þegar YouTjúb og Þórhallur mætast þá er veisla.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

211. Vikan, TayTay hornið, Topp 3, In a Mood for a Food, Tilfinngarskalinn og helgin
Vikan þokkalega sæmileg hjá strákunum. Karen ósátt við Spekinga, Topp 3 hundar, In Mood for a Food sérstakt en smá gott, Tilfinningarskalinn í ójafnægi og svo er helgin framundan.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

210. Slúðrið, Myndirðu Fyrir Smá Aur, Taytay hornið, Tilfinningaskalinn leit dagsins ljós öllum til ama og óviðeigandi Jón var mættastur!
Spekingar söknuðu Sæþórs þessa vikuna, en hann er á fullu í framkvæmdum. Það skipti engu máli þar sem Jón mætti þríefldur til leiks. Matti mætti til landsins í einn dag, eingöngu til þess að taka upp þáttinn og rauk svo aftur til útlanda. Spekingar fóru yfir Slúðrið, Myndirðu fyrir Smá Aur var á sínum stað, Karen skrifaði bréf í TayTay hornið og Tilfinningaskalinn mætti til leiks og var með alvöru vesen fyrir Spekinga. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

209. Vor í lofti eða hvað?

208. Slúður, TeyTey Hornið, Topp 3, Létt og Laggott, Myndir´ðu fyrir smá Aur og Vel eða Kvel
Sneisafullur þáttur að vanda. Páskar að baki og hversdagsleikinn tekinn við. Við Slúðruðum, áfall fyrir TeyTey samfélagið um páskana, Topp 3 uppfinningar, Létt og Laggott var gott, snúið Myndir´ðu fyrir smá Aur og erfiðar ákvarðanir í Vel eða Kvel.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

207. Slúður, páskaegg og með því
Skírdagur, svik Júdasar en Spekingar eru mættir. Slúður á sínum stað, Topp 3 og smökkuðum páskaegg og páskabjóra.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

206. Slúður, TeyTey hornið, Myndir´ðu Fyrir Smá Aur, Topp 3 og Kvikmyndaskorið
Lóan mætt á landið og kom með brakandi Spekinga þátt með sér. SlúSlú á sínum stað, Karen las yfir Spekingum í TayTay horninu, ósætti í Myndir´ðu Fyrir Smá Aur, Topp 3 búningar í svefnherberginu (já skrýtið ég veit) og eðal kvikmyndaskor.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

205. Stóra Skíðaferðin, Slúður, To Eat Or Not To Eat, Topp 3 og Myndir´ðu fyrir Aur
Loksins loksins þáttur. Spekingar stórskuldugir þáttalega séð. Stóra skíðaferðin rædd, eða þ.e.a.s. það sem má ræða um, brakandi Slúður beint úr ofninum, Jón með To Eat Or Not To Eat, Topp 3 páskaegg og ljómandi Myndir´ðu fyrir Aur.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

204. Matti undirbýr maraþon, símtal til Ítalíu og ódauðlegar klippur úr smiðju Spekinga
Þau eru ekki mörg brúttótonnin á skipi Spekinga þessa vikuna heldur er um að ræða árarbát. Vandræði í einkalífinu leiddu til þess að 3/4 hluti meðlima Spekinga neyddust til að hverfa af landi brott á meðan hlutirnir kólna. Örvæntið ei, skipstjórinn flýr ekki skip sitt og stýrir skútunni einn síns liðs, kaldur og hrakinn en með bros á vör.
Í Skipsbók voru skráð eftirfarandi dagsverk:
1. Rakin var ástæða þess að Matti hleypur heilt maraþon í ár.
2. Símtólið rifið upp og símasamband á Ítalíu kannað.
3. Dregnar í land gamlar klippur úr þætti Spekinga með stjörnu Íslands, Sigga Gunnars.
4. Gert að og flökuð gömul klippa úr þætti Spekinga með Valla Sport.
5. Kári Stef fer með hinstu orð (þáttarins, Kári er sprell).
Fleiri voru dagsverkin ekki. Áhafn (áhöfn í eintölu) fór í koju.
Ritað í Kollafirði hinn 2. mars 2023.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

203. Létt Slúður, TayTay hornið, Topp 3, Vel eða Kvel, Myndir þú fyrir Smá Aur, To Eat or Not To Eat
Í ólgusjó hækkun stýrivaxta, verkföll daglegt brauð og nú verkbann, þá róa Spekingar á miðin. Mikil óvissa framundan en það eina sem er víst, er að Spekingar eru mættir. Slúðrið var allt mjög óljóst hjá Matta, TayTay hornið vafasamt, Topp 3 skyndibitakeðjur, menn óvissir í Myndir Þú Fyrir Smá Aur og To Eat or Not To Eat kom verulega á óvart. Allt fyrir ykkur kæru hlustendur.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

202. Slúðrið, Létt lesendabréf, TayTay hornið, Topp 3, Myndirðu fyrir smá Aur og Fáránlegar staðreyndir.
Sumir Spekingar eru hressari en aðrir á þessu fimmtudagskvöldi og Sæþórs var sárt saknað. Á borði Spekinga var Slúðrið, Topp 3, mjög létt lesendabréf sem kom á óvart, TayTay hornið, Myndirðu fyrir smá Aur og Fáránlegar staðreyndir voru fáránlegar að þessu sinni.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

201. Slúðrið, Topp 3, Myndir´ðu fyrir smá Aur og Kvikmyndaskorið
Spekingar fáliðaðir í kvöld en það kemur ekki á sök. Á borði Spekinga var Slúðrið, Topp 3, Myndirðu fyri smá Aur, Kvikmyndaskorið, allt eins og það á að vera og meira en það.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

200. Slúðrið, TayTay Hornið, Topp 3, Myndir´ðu fyrir smá Aur, Vel eða Kvel og Fáránlegar Staðreyndir
200 þættir í hús. Spekingar eru fullmannaðir þó skipið skríði seint að bryggju þessa vikuna. Slúðrið sjóðandi, TayTay Hornið lét okkur heyra það, Topp 3 uppáhalds Spekinga þættirnir okkar, Myndir´ðu fyrir smá Aur leyndi á sér, Vel eða Kvel verulega óþæginlegt og Fáránlegar Staðreyndir stóður fyrir sínu.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

199. Slúðrið, TayTay hornið, Fáránlegar staðreyndir, Topp 3, Myndirðu fyrir smá Aur og Vel eða Kvel.
Flottur þáttur hjá strákunum þó svo að Sæþór hafi vantað (útaf dálitlu). Slúðrið er að sjálfsaögðu á sínum stað, TayTay hornið fékk bréf, nýr liður Fáránlegar staðreyndir, Topp iðnaðarjobbið, Myndirðu fyrir smá Aur og Vel eða Kvel var með uppákomu.
Við minnum á að það er hægt að senda hlustendabréf á jutjupjon@gmail.com ef þér liggur eitthvað á hjarta hlustandi góður.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

198. Slúðrið, Hlustendabréf, Hocky Hornið, Vel eða Kvel, Topp 3, Myndir´ðu fyrir smá Aur og Gull Lite Testið
Ný vika nýjar áskoranir. Full skipuð vakt hjá Spekingum í dag. Ágreiningur í Slúðrinu, Hlustandi sendi Spekingum bréf, Hocky Hornið aftur eftir hvíld, Vel eða Kvel tengt íslenskum landsliðsmönnum, Topp 3 bestu kvenn uppistandararnir, hversu langt erum við til í að ganga í Myndir´ðu fyrir smá Aur og nýtt tvist í Gull Lite Testinu.
Línan er opin fyrir hlustendur og endilega sendið JútjúpJóni allt sem liggur ykkur á hjarta á netfangið jutjupjon@gmail.com.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

197. Slúðrið, TayTay hornið, Topp 3, Myndirðu fyrir smá Aur, Vel eða kvel.
Spekingar komu saman í Nóa Síríus stúdíóinu án Sæþórs í þetta skiptið. Brakandi ferkst slúður í bland við klassískt gamalt og gott slúður, Nett bréf frá Karen í TayTay, Topp 3 frægar línur í kvikmyndum, Myndirðu Fyrir Smá Aur og Vel eða Kvel þar sem Spekingar voru ekki alveg sammála um hvern skal velja og hvern skal kvelja. Góðar stundir.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

196. Áramótaþáttur 5.0
2022 kom og það fór. Spekingar líta í baksýnisspegilinn og fara yfir árið 2022. Gott ár segja sumir en slæmt segja aðrir. Eitt er fyrir víst, að árið 2022 kemur ekki aftur en það er hollt fyrir alla að gera það upp.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

195. Slúðrið, TeyTey hornið, Spurningakeppni Ársins, Topp 3 x 2 , Kvikmyndaskorið og Áramótin
Spekingar skelltu sér í hljóðver á næst síðasta degi ársins. Brakandi Slúður, vendingar í TeyTey horninu, Jón hélt Spurningakeppni Ársins, Topp 3 var tvöfaldur að þessu sinni, jólamyndir í Kvikmyndaskorinu og loks fórum við yfir áramótin.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

194. Vikan var löng, Slúður, TeiTei hornið, Topp 3, Vel eða Kvel, Myndir þú fyrir smá Aur og helgin
Nú líður að jólum og allar seríur komnar upp. Ótrúleg vika hjá Spekingum, fórum yfir vikuna, Taylor Swift klúbburinn tróð sér inn í dagskrána, Topp 3 hrós, Vel eða Kvel fyrir lengra komna, Myndir þú fyrir Aur á gráu svæði og helgin framundan er nokkuð heit þrátt fyrir kulda í kortunum.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

193. Vikan, Slúðrið, In a Mood For a Food, Topp 3, Myndir þú fyrir smá Aur og Gull Lite testið
Spekingar loksins fjórir. Vikan var mjög áhugaverð, Slúðrið kom á óvart, In a Mood For a Food hélt áfram, Topp 3 besta kvikmynda tvíeykið, ósanngjarnt Myndir þú fyrir smá Aur og helstu lúðar knattspyrnunnar í Gull Lite testinu.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

192. Slúðrið, In a Mood for a Food, Topp 3, Myndir þú fyrir smá aur og Kvikmyndaskorið
Matti gaf sér smá tíma á milli utanlandsferða og er mættur með Sesa og Sæsa í stúdíóið. Heitt á könnunni í Slúðrinu, dustuðum rykið af gamla dagskrárliðnum In a Mood for a Food, Topp 3 hvaða íþrótt myndir þú vilja vera atvinnumaður í, nýr dagskrárliður, Myndir þú fyrir smá aur og Mattaþema í Kvikmyndaskorinu.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

191. Dublin rædd í þaula, öllu logið í slúðrinu og spekingar enda á pungvaxi
Loksins loksins, Matti og Youtube einir á setti. Viðburðarrík vika hjá Matta, annað en hjá Youtube. Dublin, hvernig er hægt að detta í það þrisvar á einum degi. Slúðrin, hvað er að frétta af Kim? Peter Andre kominn í jólabjórinn. Svo eru það stóru málin, Pungvax komið til að vera hjá sumum!

190. Slúðrið með Matta, Topp 3, Frægar Línur, Kvikmyndaskor og almenn vitleysa
Einhverjir hefðu haldið að Spekingar væru hnuggnir eftir jólabjórssmakkið. Það er af og frá. Spekingar eru mættir og nú með okkar (næst) besta Þórhall. Slúður, Topp 3 og Fægar Línur á sínum stað. Mjög gott Kvikmyndaskor í kjölfarið og rifist inn á milli. Allt eins og það á að vera.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

189. Jólabjór 5.0
Spekingar eru ekki hræddir við þá ábyrgð að taka út þá aragrúa jólabjóra sem gefnir eru út á eyjunni litlu í Atlandshafinu. Úrvalið er mikið og til að gæta allrar sanngirni fengum við úrvalsmenn til liðs við okkur. Auk Spekinga stýrði Kári Sigurðsson smökkuninni, sérlegur sérfræðingur var Atli Þór Albertsson og sérlegur leynigestur frá Texas kom inn á köflum.
Sérstakar þakkir fá:
Borg Brugghús
Bothers Brewery
Bruggsmiðjan
BÖL Brewing
Coca-Cola European Partners
Ölgerðin
Ölvisholt Brugghús
RVK Brewing Company
Ægir Brugghús
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

188. Slúður, Topp 3, Frægar línur, Kaupa eða selja og To eat or not to eat
Spekingar eru fullmannaðir þessa vikuna og skútan því orðin að skipi. Slúðrið er á sínum stað og engu logið þar þessa vikuna. Frægar línur fóru áratugi aftur í tímann og kaupa eða selja bjó til áður óþekkt leiðindi í sögu spekinga. To eat or not to eat var loka liðurinn þessa vikuna.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

187. Slúður, Hokkí Hornið, Topp 3 og Vel eða Kvel
Spekingar vængbrotnir í þetta sinn og einungis tveir að stýra skútunni. Við látum ekki forföll stoppa okkur og fórum yfir Slúðrið, Hokkí Hornið á sínum stað, Topp 3 lönd til að fæðast í og valdir voru pólítíkusar til að Velja eða Kvelja.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

186. Hokkí hornið, Slúður, Frægar Línur, Topp 3, Kvikmyndaskorið og Kaupa eða Selja
Á dauðanum átti ég von en ekki að Spekingar yrðu 4 þessa vikuna. Sæþór var feiminn þessa vikuna en þrátt fyrir það var Hokkí Hornið, Slúðrið var klúrt, Frægar Línur semi frægar, Topp 3 sjúkdómar sem þú vilt ekki fá 😬, Kvikmyndaskor um hrollvekjur og Kaupa eða Selja á sínum stað. Ekkert af þessu eðlilegt en allt á sínum stað.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

185. Slúðrið, Létt og Laggott, Topp 3, Gull Lite testið og Kaupa eða Selja
Ánægjan öll okkar að fá að vera með ykkur þessa vikuna. Slúðrið eldheitt, nýr liður sem ber nafnið Létt og Laggot, Topp 3 borgir fyrir borgarferðir, Gull Lite testið auðvelt og Kaupa eða Selja snúið að þessu sinni.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.

184. Slúður, Hokkí hornið, Frægar línur, Topp 3, Kvikmyndaskorið og Kaupa eða selja
Spekingarnir Matti og Sesi fengu til sín góðan gest þessa vikuna. Þórhallur ,góðvinur þáttarins fyllir skarð þeirra Sæþórs og Youtube. Engu logið í Slúðrinu þessa vikuna, Hokkí hornið, Frægar línur, Topp 3, Kvikmyndaskorið, Kaupa eða selja. Spekingar fóru svo yfir helgina.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.