
Tölvuleikjaspjallið
By Tölvuleikjaspjallið

TölvuleikjaspjalliðNov 27, 2023

184. ALLT um Spider-Man 2!
Eruð þið tilbúin? Einn af leikjum ársins í STÚT fullum þætti.
Þið lásuð rétt; ENGAR HÖMLUR!
Við tölum um söguna, vondu kallana og margt, MARGT fleira.
Þannig:
RISASTÓR HÖSKULDARVIÐVÖRUN FYLGIR ÞÆTTINUM!
Hvað fannst þér um Spider-Man 2? Ertu sammála Arnóri Steini eða Gunnari?
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.

183. Journey vs. Untitled Goose Game
Hvað er betra en einstakur og áhrifamikill indie leikur?
TVEIR einstakir og áhrifamiklir indie leikir.
Þið þekkið þetta, Arnór Steinn kynnir hinn draumkennda Journey frá 2012 og Gunnar kynnir Untitled Goose Game, þar sem þú spilar sem gæs sem veldur usla og skelfingu í bresku þorpi.
Hefur þú spilað annan hvorn?
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.

182. Ömurlegar Tölvuleikjakvikmyndir XII: The Super Mario Bros Movie (2023)
"It's a-me!"
Segir Chris Pratt sem Super Mario. Þetta er setning sem mörg okkar bjuggust ekki við að lesa.
Super Mario Bros kom út í ár, teiknimynd sem er raunverulega ekkert það slæm.
Arnór Steinn og Gunnar greina hana samt í tætlur og hafa margt skemmtilegt að segja.
Er Super Mario Bros myndin málið?
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.

181. Phantom Liberty með Daníel Frey
Fyrsta og eina DLC sem kemur út fyrir Cyberpunk 2077. Búið er að yfirhala leikinn svo gott sem frá toppi til táar - hann er eiginlega eins og hann átti að vera í byrjun.
En er hann góður?
Arnór Steinn fær Daníel Frey, hype-málaráðherra Cyberpunk í sett til að ræða aukapakkann. Við förum ekki djúpt í spoilera þannig þátturinn er öruggur til áhorfs!
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.

180. Spiderman 2!!!
“If it ain’t broke, don’t fix it … but still make it slightly more better.”
Það er varla hægt að kjarna Spider-Man 2 betur. Þetta er bara heimskulega góður leikur og hananú.
Arnór Steinn og Gunnar fengu eintak fyrir nokkrum vikum og eru búnir að spila hann í döðlur. Þátturinn er algjörlega höskuldarviðvörunarlaus - bara fyrstu hughrif okkar og helvítis stemming.
Hvað er nýtt, helstu breytingarnar, hvað finnst okkur um Mörð og Pétur og MARGT fleira í stútfullum þætti vikunnar. Nóg af gameplay með!
Ætlar þú að fá þér Spider-Man 2?
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.

179. Ekki Fifa ... samt Fifa ... en samt ekki ...
Helvíti er frosið, svín fljúga og upp er núna niður. Arnór Steinn prófaði fótboltatölvuleik og fannst það bara gaman.
Í þætti vikunnar ræða drengirnir um EA FC 24.
Ferlið á bak við gerð leiksins var EA að copya heimavinnuna hjá sjálfum sér og setja annað nafn á. Þetta er bara Fifa, krakkar.
Þátturinn er bráðfyndinn þó hann sé um fótbolta. Þið getið líka horft á hann til að sjá hvað Arnór er brjálæðislega lélegur í fótboltaleikjum.
Gunnar er alsæll ... eða hvað?
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.

178. Geislavirkt kampavín - Fallout New Vegas
Gunnarslaus vika þýðir bara eitt: Arnór Steinn gerir loksins þátt um Fallout New Vegas.
Við erum í styttri kantinum í vikunni, Arnór talar bara stuttlega um af hverju honum finnst NV vera besti leikur allra tíma og sýnir gameplay nærri því allan tímann. What's not to like?
Værir þú til í að sjá Arnór streyma leiknum? Láttu okkur vita!
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.

177: Ýttu á V til hrækja á undirmenn þína
Arnór Steinn og Gunnar eyða sínum tíma í að drulla yfir aðra leiki. Hvernig er þegar þeir ákveða að búa til sinn eigin?
Þið þekkið þetta, hlustendur og áhorfendur kærir. Þemað að þessu sinni er GAME OF THRONES - eða, eins og Arnór væri frekar til í að kalla það - A SONG OF ICE AND FIRE.
RPG? RTS? MMO? Hvað velja þeir að búa til?
Hlustið og finnið út!
Hvernig leik værir þú til í að spila í ASOIAF heiminum?
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.

176. Stripparar, vændiskonur eða blöðrur
Red Dead er kominn aftur. Á 50 dollara. Engin breyting, bara port.
Gunnar er himinlifandi. Arnór er sáttur, en samt ekki alveg nóg.
Við tökum fyrir einn áhrifamesta leik allra tíma – Red Dead Redemption – fyrir í þætti vikunnar. Ævintýri John Marston í mjög einfaldri litapallettu sem Arnór vill meina að sé ekki mikið annað en tech demo fyrir það sem varð svo Red Dead 2.
Hvað finnst þér um endurútgáfuna? Eruð þið sátt? Réttlátt verð? Endilega segið okkur frá!
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.

175. Starfield - fyrstu hughrif
Arnór Steinn er búinn að spila slatta og taka upp gameplay. Hann segir hér frá sínum fyrstu hughrifum enda af nægu að taka. Gunnar (VELKOMINN AFTUR GUNNAR MINN) er forvitinn um hvernig svona tölvuleikur virkar og tekur að sér hlutverk spyrils.
RPG elementar, combat, skipaflug og margt fleira í stútfullum þætti um einn eftirvæntasta leik okkar tíma.
Er Starfield í þínu leikjasafni? Ætlaru að kaupa?
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano

174. Spjall með Marín Eydal
Það er brjálað að gera hjá Marín þessa dagana.
Arnór Steinn spjallar við hana um Skyrim, streymi, Starfield og margt, MARGT fleira.
Við fáum líka EXCLUSIVE SKÚBB um ekki bara eitt, heldur TVÖ leyniverkefni sem hún er með í bígerð.
Hlustið, horfið og njótið!
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.

173. Final Fantasy XVI - með Geir Finnsson
Final Fantasy XVI er til umræðu í þætti vikunnar. ENN á ný erum við í nýju stúdíói (þó í sama rými, bara aðeins til hægri) og án Gunnars.
Í hans stað kemur FF nördinn og altmultigtmaðurinn Geir Finnsson. Hann hefur verið heltekinn af seríunni síðan um aldamótin síðustu og ræðir leikinn í þaula við Arnór Stein.
Bardagakerfi, karakterar, vondukallar og tónlist. Þetta og MARGT fleira í stút fullum þætti.
Smá höskuldarviðvörun fylgir þættinum. Við ræðum plottið nokkuð djúpt og einnig um nokkra karaktera. Þér hafið verið viðvöruð.
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano

172. Gunnar snýr aftur!
Strákarnir fara yfir stöðuna og segja frá spennandi hlutum sem eru að fara að gerast. Þættir Tölvuleikjaspjallsins eru að fara að lenda á nýjum stöðum og við erum aðeins að stokka upp í formattinu.
Viltu vita meira? Hlustaðu og/eða horfðu!
Þátturinner í boði Elko Gaming og Serrano.

171: System Shock Remake
Eru gömlu góðu leikirnir jafn góðir ef færðir yfir í nútímabúning?
Það er spurningin sem System Shock endurgerðin reynir að svara.
Arnór Steinn sýnir gameplay og ræðir leikinn í þaula. Þetta er góður leikur sem vantar aðeins upp á að verða frábær.
Hvað fannst þér um System Shock endurgerðina? Láttu okkur endilega vita!
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.

170. Baldur's Gate III - fyrsta hurðin sem þú sérð er rassgat
… fyrirgefðu, hvað?
Leikur vikunnar er Baldur’s Gate, en fyrst ætlar Arnór Steinn aðeins að segja ykkur hvað er í gangi hjá Rockstar og Red Dead Redemption.
Annar þáttur í styttri kantinum en það er bara af því að við erum að finna ryþmann.
Fyrstu hughrifin LIVE af Baldur’s Gate III og stemmingin er rosaleg! Allt getur gerst, hurðar geta verið rassgöt og Arnór getur klúðrað einföldu combat encounter og stein drepist.
Engir spoilerar, bara stemming og gameplay. Tjékkið á þessu!
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.

169. Sumarfríið búið! Leikir sumarsins og framtíð Tölvuleikjaspjallsins
Í þætti vikunnar er það bara Arnór Steinn sem ræðir við ykkur úr heimastúdíóinu. Gunnar er kominn í gott orlof, en við munum sjá hann síðar.
Arnór Steinn fer stuttlega yfir þá leiki sem hann hefur spilað í sumar og sýnir gameplay úr þeim öllum.
Svo er það mál málanna: Framtíð Tölvuleikjaspjallsins.
Engar áhyggjur, við erum ekki að hætta. En með Gunnar úr myndinni í einhvern tíma viljum við aðeins hrista upp í hlutunum. Þar komið þið að!
Hvernig viljið þið hafa heimaþætti Arnórs? Meira gameplay? Streymis stemming? Eða svipað format og við höfum haft í stúdíóinu?
Sendið á okkur á Insta eða á Arnór beint á Messenger!
Hlökkum til að heyra í ykkur!
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.

168. Þriggja Ára Afmæli þáttur 3! Hver er besti þátturinn okkar?
Hér fara Arnór Steinn og Gunnar yfir allan katalóginn og
reyna að svara spurningunni; Hver er besti þáttur Tölvuleikjaspjallsins?
Það er ekkert eitt svar. Við spurðum samt fylgjendur okkar á
Instagram, fórum yfir sjálfir og rifjum upp okkar uppáhalds þætti.
Ef þú mættir bara velja einn, hver væri þinn uppáhalds
þáttur af Tölvuleikjaspjallinu?
Við þökkum kærlega fyrir áhlustið og áhorfið þessu síðustu þrjú
ár. Við byrjum aftur með krafti eftir smá sumarfrí.
One love!
- Arnór Steinn og Gunnar

167. Þriggja Ára Afmæli þáttur 2! Yfirferð á 2023
Í þætti vikunnar fara Arnór Steinn og Gunnar yfir þá leiki sem komnir eru út á árinu 2023.
Margt gott, sumt slæmt, allt áhugavert!
Fagnaðu afmælinu með okkur og taktu þátt í umræðunni! Sendu á okkur á Instagram og við getum rætt um allt tölvuleikjatengt!
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano

166. Þriggja ára afmæli - hluti I - Hvernig voru fyrstu þrír þættirnir?
Í tilefni þess verður júlímánuður helgaður afmælisþáttum og þetta er sá fyrsti.
Arnór Steinn og Gunnar rifja upp fyrstu þrjá þættina, Leikjaspjall, Skyrim og Red Read Redemption 2.
Hvernig voru þeir í byrjun? Hvað hefur breyst? Er Red Dead 1 endurgerð á leiðinni?
Við þökkum hlustendum og áhorfendum kærlega fyrir meðfylgdina þessi þrjú ár. Við elskum ykkur öll og erum svo brjálæðislega þakklátir. Skál fyrir næstu árum og skál fyrir ykkur!
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.
---
Hjálpaðu
Tölvuleikjaspjallinu að ráða inn markaðsdeild sem man eftir því að pósta á Instagram.
Það getur þú gert með því að fara á buymeacoffee.com/tleikjaspjall
og leggja okkur lið! Takk og aftur takk!

165. Melína Kolka - Sega Mega, Star Wars og TÍK
Hún var á meðal þeirra sem stofnuðu RÍSÍ á sínum tíma og hún stendur á bak við Tölvuleikjasamtök Íslenskra Kvenna - eða TÍK eins og það er skemmtilega stytt.
Hvernig var að spila Sonic á Sega Mega sem krakki? Hvernig var upplifunin að stofna RÍSÍ og hvað kom til að hún setti á fót TÍK? Hver er besta röðin til að horfa á Star Wars?
Melína segir okkur þetta allt og fleira til! Við þökkum henni kærlega fyrir komuna og hlökkum til að heyra meira frá!
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano
---
Hjálpaðu okkur að ráða inn almennilegt markaðsteymi sem gleymir ekki að setja á instagram! Farðu á www.buymeacoffee.com/tleikjaspjall og hjálpaðu til við að stækka tölvuleikjahlaðvarp Íslands!

164. Diablo IV - fyrstu hughrif
Verið velkomin til helvítis.
Í þætti vikunnar fjalla Arnór Steinn og Gunnar um sín fyrstu hughrif af DIABLO IV. Hann má flokka sem “hell simulator” eða bara sem “fjandi góður leikur.”
Classar, bardagakerfi, útlit, spilun og margt fleira. Hér er á ferðinni einn andskoti skemmtilegur leikur. Ef þú ert eitthvað efins um að þetta sé fyrir þig – horfðu þá og við gerum okkar besta að breyta skoðuninni þinni.
Hvað fannst þér um Diablo IV? Eitthvað sérstakt sem við eigum að taka fyrir í pt 2?
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.

163. Summer Games Fest 2023 - Starfield, Assassin's Creed og fleira
Þá er kynningar seasonið að klárast og Summer Games Fest nýbúið. Arnór Steinn og Gunnar horfðu á allt klabbið og tóku saman það helsta og stærsta.
Við ræðum um spennandi verkefni eins og Assassin's Creed, Spiderman 2, Mortal Kombat 1 og MARGT fleira.
Hvað vakti mesta spennu hjá ykkur? Hlökkum til að heyra hvað þið hafið að segja!
Þátturinn er í boði Elko Gaming.

162. Jedi Survivor þáttur 2 - sítt að aftan og motta
Endure and survive! Nei, sorrí, vitlaus sería ...
Í þætti vikunnar tökum við seinni helming af umræðunni okkar um Jedi Survivor, einn af stærstu leikjum ársins enn sem komið er.
Við þurftum aðeins að passa okkur á spoilerum í síðasta þætti, en nú er allt uppi á borðinu!
Arnór Steinn og Gunnar ræða alla söguna, karaktera, mismunandi spilunarstíla, bardagakerfi, bossa og margt, MARGT fleira! Smekk fullur þáttur, enda af nægu að taka.
Eins og kemur kannski ekkert á óvart þá eru strákarnir ósammála um ágæti leiksins. Annar er mjög hrifinn en hinn telur eitthvað vanta upp á. Getur þú giskað hvor er hvað?
Hvað fannst þér um Jedi Survivor? Endilega segðu okkur frá!
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.

161. Allt frá Playstation Showcase 2023!
Hvað eru tveir dagar á milli vina?
Í þætti vikunnar fjöllum við um alla leikina sem voru sýndir á Playstation Showcase síðustu viku! Þættinum seinkaði um nokkra daga út af smá skipulagsveseni, en hann er hér nú!
Metal Gear Solid, Phantom Blade, Ghostrunner II, Marathon og auðvitað Spiderman 2, ásamt mörgum fleirum!
Hvað fannst þér um sýninguna? Ásættanlegt eða vantaði eitthvað upp á?
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.

160. Búum til Star Wars leik!
Við spurðum okkur þessarar spurningar og ákváðum að skrifa upp okkar eigin Star Wars tölvuleiki!
Þetta er eins og í þætti númer 100 þar sem Arnór Steinn bjó til leik og Gunnar bjó til leik.
Hvernig leik haldið þið að strákarnir geri? Open World RPG? Top down RTS?
Hvorn væruð þið frekar til í að spila? Látið okkur vita!
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.

159. Nintendo hluti I - Spilað við Yakuza
Vissir þú að á upphafsárum sínum var einn ástsælasti tölvuleikjaframleiðandi heims bendlaður við japönsku mafíuna?
Í þætti vikunnar kafa Arnór Steinn og Gunnar í sögu Nintendo. Fyrirtækið var stofnað í Japan árið 1889 og hefur heldur betur tekið breytingum síðan þá.
Þessi fyrsti þáttur okkar um japanska risann fjallar um fyrstu sirka hundrað árin, frá stofnun alveg þangað til áhrifamesta leikjatölva sögunnar kom út - Nintendo Entertainment System - árið 1985.
Það eru MARGIR skemmtilegir punktar að fara yfir, þá helst áhugaverð tengsl fyrirtækisins við japönsku mafíuna og skringileg þráhyggja þeirra fyrir því að gefa út leikfangabyssur.
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.
---
Hjálpaðu okkur að ráða inn almennilegt markaðsteymi sem gleymir ekki að setja á instagram! Farðu á https://www.buymeacoffee.com/tleikjaspjall og hjálpaðu til við að stækka tölvuleikjahlaðvarp Íslands!
---
Ef þú fílar umfjallanir okkar um tölvuleikjaframleiðendur þá erum við heldur betur með uppástungur fyrir þig. Við gerðum svipaða seríu um Electronic Arts, sú er í þrem hlutum og algjörlega þrælskemmtileg!
106. Electronic Arts hluti I - skrýmsli fæðist: https://open.spotify.com/episode/4r4OlTc71823UxPXP07pB3?si=90fdd3ab44494dfc
Fylgdu Tölvuleikjaspjallinu á Facebook og Instagram!

158. Star Wars: Jedi Survivor
Framhaldið af óvænta smellnum Fallen Order er loksins komið út!
Arnór Steinn og Gunnar tala um sín fyrstu hughrif. Við ræðum spilun, geislasverð og karaktera. Nóg að tala um þó við spillum ekki sögunni.
Eins og fyrr sagði; fyrstu hughrif. Ekkert talað um söguna, bara hvernig leikurinn er og spilast til að byrja með. Þáttur 2 væntanlegur bráðlega!
Hvað fannst þér um Jedi Survivor? Snilld eða vonbrigði?
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.

157. Horizon Forbidden West: Burning Shores
Horizon heldur áfram að vera einn sá allra flottasti á markaðnum ...
Burning Shores kom út við fínustu móttökur um daginn og er enn önnur rósin í hnappagatið hjá Guerilla Games.
Arnór Steinn og Gunnar ræða allt um aukapakkann. Söguna, karaktera, vopn og auðvitað grafík. Það er nóg að tala um þegar Aloy fer til Hollywood!
Einnig eyðum við smá tíma í að ræða alla neikvæðu athyglina sem leikurinn er búinn að fá. Arnór fór á stúfana og kannaði hvers vegna leikurinn fær svona lága einkunn frá ákveðnum þjóðfélagshóp ...
Hvað fannst þér um Burning Shores? Góður aukapakki eða eitthvað sem gleymist í hafinu?
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.

156. Doom Eternal - með Danna Frey
Jú, hann stelur einum af góðvinum þáttarins og þvingar hann til að tala um Doom Eternal!
Arnór Steinn og Daníel Freyr ræða allt sem ræða má um Doom Eternal.
Daníel talar af innlifun um DOOM DANSINN og Arnór er bara smáá of lélegur í téðum dansi.
Hvað fannst þér um Doom Eternal? Láttu okkur vita!
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.

155. Endalok E3?
Arnór Steinn og Gunnar fara í saumana á þessari ágætu hátíð. Á tímabili voru þetta "jólin" fyrir tölvuleikjasamfélagið en síðustu ár hefur mikilvægi hennar dalað. Hvers vegna ætli það sé?
Heldur þú að E3 muni snúa aftur? Ef ekki, muntu sakna þess?
Tjékkaðu á fréttaskýringunni sem Arnór Steinn skrifaði um E3!
heimildin.is/grein/17312/
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.
---
Tjékkaðu á Tölvuleikjaspjallinu!
Facebook: www.facebook.com/tolvuleikjaspjallid/
Instagram: www.instagram.com/tolvuleikjaspjallid/

154. Resident Evil 4 Endurgerðin - með Daníel Óla
Einn, yfirgefinn einhvers staðar á Spáni, með byssu og hníf. Leon Kennedy hefur aldrei liðið betur.
Í þætti vikunnar tökum við fyrir allt um Resident Evil 4 endurgerðina! RE sérfræðingur Tölvuleikjaspjallsins, hann Daníel Óli, mætti í sett til að hjálpa okkur að fara yfir þennan ágæta leik.
Sá kom upprunalega út árið 2005 en kom út um daginn, endurgerður frá toppi til táar.
Við ræðum allt um þennan ágæta leik, spilun, karaktera, wackiness og margt fleira.
Er þetta góð endurgerð? Er búið að taka of mikið úr gamla í burtu, eða er þetta hæfilegt magn af kjánaskap í bland við góða spilun?
Þið megið endilega segja ykkar skoðun á Resident Evil 4 Endurgerðinni! Sendið okkur skiló og við tökum spjallið.
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.

153. Atomic Heart - Spark'í þjarka
Þú stjórnar hermanninum P-3 í gegnum heim sem er innblásinn af Bioshock og Fallout, þar sem vélmennaháð samfélag þarf að takast á við það að vélmennin eru allt í einu ekki lengur með samfélaginu í liði.
Arnór Steinn og Gunnar ræða allt saman, spilun, sögu, karaktera, útlit og fleira. Það er allavega um margt að ræða; spurningin er einföld: Er leikurinn nógu góður?
Hvað finnst þér, kæri áhorfandi og hlustandi? Er Atomic Heart málið? Eða er hann annar leikur á nýju ári sem er ekki alveg að gera sig?
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.

152. Playstation VR 2 test - samstarf með ProGamer.is
Hefur þig ekki alltaf langað til að sjá Arnór Stein og Gunnar fíflast um með VR gleraugu?
Í þætti vikunnar fengum við nefnilega PS VR 2 í láni frá vinum okkar hjá ProGamer.is og spiluðum slatta síðustu daga.
Okkur fannst góð hugmynd að taka græjurnar með uppí stúdíó og taka upp hvað við lítum fáránlega út með gleraugun á smettinu. Við prófuðum leiki eins og Horizon: Call of the Mountain, Pavlov og Swordsman. Algjör gargandi snilld.
Sjúklega skemmtilegur þáttur sem við hlökkum til að endurtaka einn daginn!
Þátturinn er í boði Elko Gaming, Serrano og ProGamer.is

151. The Last of Us á HBO - hvað fannst okkur um seríuna?
Serían er búin og við sitjum eftir hágrenjandi. Ævintýri Joel og Ellie á litla skjánnum er lokið í bili.
Arnór Steinn og Gunnar fara yfir seríuna alla. Við skoðum hvað var ólíkt með leiknum og þáttunum, hvað okkur fannst um leikara og meira spennandi.
Höskuldarviðvörun fylgir þættinum, við tölum um allt sem tengist seríunni og höldum ekki neinu eftir.
Hvað fannst þér um The Last of Us á HBO? Hvar lendir serían á listanum yfir bestu tölvuleikja adaption?
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.

150. Tölvuleikjaspjallið Unplugged
Við viljum vekja athygli á því að sökum anna og tímaskorts þá er þáttur vikunnar með MJÖG óhefðbundnu sniði. Hann er tekinn upp í ótilbúnu heimastúdíói Arnórs Steins og gæðin eru ekkert sérstaklega góð. Því miður þá gafst ekki tími í að rýna almennilega í hljóðið og laga alls staðar, þannig þátturinn er mjög hrár, en hann er hlustanlegur.
Í tilefni þess að þetta er þáttur númer HUNDRAÐ OG FIMMTÍU þá setjast Arnór Steinn og Gunnar í svipaðar stellingar og þegar hlaðvarpið var að stíga sín fyrstu skref.
Strákarnir taka aðeins saman hvernig það er búið að vera síðustu tæpu þrjú árin. Er eitthvað sem við sjáum eftir? Hvað er búið að vera gaman? Hvað hefðum við gert öðruvísi?
Við erum algjörlega óheflaðir og hreinskilnir í þætti vikunnar. Við vonum innilega að þið hlustið og fílið. Eins og alltaf þá erum við brjálæðislega þakklátir fyrir ykkur, við værum ekki að gera vikulegt efni ef hópurinn sem hlustar og horfir væri ekki svona frábær. Takk fyrir að vera þið.
Hundrað og fimmtíu þættir í viðbót!
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.

149. Ömurlegar Tölvuleikjakvikmyndir XI: Sonic the Hedgehog 2
Ellefti þátturinn í frábæru seríunni ÖMURLEGAR TÖLVULEIKJAKVIKMYNDIR er kominn út!
Í þetta skiptið tökum við fyrir Sonic The Hedgehog 2. Broddgölturinn knái mætir aftur til leiks og bætir heldur betur við sig liðsauka. Nýir en kunnuglegir karakterar koma á skjáinn, þá helst Tails og Knuckles.
Arnór Steinn og Gunnar ræða alla myndina eins og í síðustu þáttum. Karakterarnir, plottið, senur og margt, margt fleira.
Hvað fannst þér um Sonic 2? Betri en fyrsta? Verri? Segðu okkur frá!
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.

148. Hogwarts Legacy - galdrasnilld eða dropi í haf RPG leikja?
*HÖSKULDARVIÐVÖRUN FRÁ 00:51:34 TIL 00:57:35*
* Áður en þið hlustið á þáttinn viljum við hafa það á hreinu að Tölvuleikjaspjallið er ekki á sömu blaðsíðu og skapari Harry Potter heimsins hvað varðar trans samfélagið. Arnór Steinn kemur með betri yfirlýsingu um þetta áður en við ræðum leikinn. Við virðum skoðun þeirra sem vilja hundsa leikinn og munu þá líklegast hundsa þennan þátt. Það er allt í lagi. Við ákváðum að fjalla um leikinn en það þýðir ekki neins konar stuðningur við skaparann. *
Hogwarts Legacy er kominn út! Þetta er einn af eftirvæntustu leikjum ársins og það hefur sést á síðustu vikum.
Við ræðum allar hliðar leiksins. Hvernig eru karakterarnir? Hvernig er galdrakerfið?
Þetta er nokkuð stór opinheims RPG leikur sem þýðir að það er margt að gera.
Arnór Steinn og Gunnar eru ósammála um marga hluti, eins og venjulega.
Hvar standið þið á Hogwarts Legacy? Snilld eða bara annar opinheims RPG leikur? Endilega sendið á okkur og við ræðum!
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.

147. Elden Ring þáttur 2 með Snorra Frey @badgoof
Í þetta skiptið fáum við góðann gest í sett, engan annan en Snorra Frey, sem streymir á Twitch undir heitinu @badgoof.
Arnór Steinn og Gunnar hafa ekkert verið að fela skoðanir sínar á leiknum - þeir einfaldlega fíla hann ekki. Snorri er hins vegar MIKILL aðdáandi og því nóg til að spjalla um.
Við ræðum erfiðleikastigið, heiminn, söguna, spilunina og margt fleira.
Hvað fannst þér um Elden Ring? Er hann of erfiður eða er hann gullni meðalvegurinn í heimi fullum af opinheims RPG leikjum?
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.
Tjékkið á þessum hérna tengdu þáttum:
Þáttur 98: Elden Ring open.spotify.com/episode/4r4E5hskeFeyagqKqMIvvX?si=908409b60daa4861
Þáttur 54: Viðtal við Snorra Frey open.spotify.com/episode/77BmVGMxB7Oigf0mZ4dYaT?si=f212513cb2ec4f5f

146. Dead Space endurgerðin
Kjúklingarnir í Tölvuleikjaspjallinu hentu sér að sjálfsögðu í endurgerðina á einum áhrifamesta hryllingsleik okkar tíma!
Dead Space er til umræðu og HVÍLÍK umræða! Arnór Steinn er mega pepp í leikinn en Gunnar er það alls, alls ekki.
Við förum yfir söguna, karakterana, spilunina og margt fleira í stútfullum þætti. Við þurfum því miður að spilla fyrir sögunni og öðrum smáatriðum í þættinum.
Tölvuleikjaspjallið (tja, allavega annar okkar) mælir hiklaust með þessum frábæra leik.
Er Dead Space endurgerðin í þínu safni? Fannst þér þetta næg framför á upprunalega leiknum?
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.

145. Væntanlegt árið 2023!
Þið spurðuð svo við svörum!
Í þætti vikunnar tökum við saman helstu og eftirvæntustu leiki ársins.
Nú þegar eru komnir út Forspoken og Dead Space endurgerðin, og mörg ykkar eru komin með Hogwarts Legacy í hendurnar. Árið byrjar heldur betur sterkt og það er NÓG eftir!
Atomic Heart, Wo Long, Jedi Survivor, Resident Evil 4 Endurgerðin, Legend of Zelda: Tears of the Kingdom, Spider-Man 2 og Starfield svo fátt eitt sé nefnt.
Arnór Steinn og Gunnar ræða það sem við vitum um þessa leiki og tala um hvað þeir hlakka mest til.
Hvaða leikur af þessum er efstur á listanum hjá þér? Endilega segðu okkur frá því!
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.

144. Forspoken - fyrsti stóri leikur ársins
Út á hvað gengur Square Enix leikurinn Forspoken?
Frey og talandi armbandið hennar Cuff ferðast um ævintýralandið Athia og frelsa heimafólk frá banvænni bölvun og bandbrjáluðum seiðkerlingum.
Þetta er ef til vill stysta leiðin til að lýsa fyrsta stórleik ársins 2023. Það eru margir mjög eftirvæntir leikir á leiðinni, mun Forspoken setja tóninn?
Arnór Steinn og Gunnar henda í höskuldarlausa umfjöllun um leikinn. Það er af nægu að taka og við förum vel í allar hliðar.
Er Forspoken í þínu safni og búið að prófa? Endilega heyrðu í okkur og segðu þína skoðun!
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.

143. Hades
Roguelike hack-and-slash ævintýrið Hades kom sá og sigraði með einstaklega flottum listastíl og skemmtilegu formi.
Zagreus, sonur Hadesar, guðs undirheima grískrar goðafræði, vill ólmur drullast úr vítisvistinni og þarf að ferðast í gegnum fjögur svið helvítis.
Hver dauði er tækifæri til að læra hvað fór úrskeiðis - og tækifæri til að bæta sig.
Arnór Steinn og Gunnar ræða allar hliðar leiksins, ótrúlegt en satt þá er Arnór ekki búinn að gefast upp þrátt fyrir erfiðleikastig. Batnandi mönnum og allt það. Hvað fannst þér um
Hades? Endilega segðu okkur þína skoðun!
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano

142. The Last of Us á HBO - fyrstu hughrif
Biðin er loksins á enda! Pedro Pascal er Joel og Bella Ramsay er Ellie ... sjónvarpsserían The Last of Us er byrjuð.
Arnór Steinn og Gunnar eru snöggir að setjast í stúdíó og fjalla um fyrsta þáttinn. Við tökum fyrir okkar fyrstu hughrif, hvað okkur finnst um leikara, karaktera, framsetningu og margt fleira.
Það er erfitt að fjalla um þáttinn án þess að spoila neinu, en við pössum okkur að þylja ekki upp eitthvað sem gæti komið á óvart.
Við höfum ekki í hyggju að fjalla um hvern einasta þátt - okkur fannst bara mjög viðeigandi að stökkva á tækifærið og tala um byrjunina. Annars gerum við þátt þar sem við tökum seríuna saman þegar hún er búin!
Smá fyrirvari: Arnór var ennþá smá slappur þegar þátturinn var tekinn upp og það gæti haft áhrif á gæðin. Hann er búinn að læra sína lexíu og ætlar aldrei aftur að þykjast vera hress of snemma eftir veikindi.
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.

141. Ekkert nema CS fyrir g00nhunter - viðtal við Rósu Björk
Það var löngu kominn tími á annað viðtal við íslenskan streymara! Hún Rósa Björk - g00nhunter - kíkti í stúdíóið og sagði okkur aðeins frá sér!
Rósa er búin að vera að streyma núna í meira en ár og hefur vel látið til sín taka. Hún tók sólarhringsstreymi í febrúar til styrktar Píeta samtakanna, hefur spilað ekkert nema CS og er með góðann fylgjendahóp.
Hún segir okkur hvernig svekkjandi COVID smit keyrði hana af stað í streymi og frá fyrsta (FYRSTA!) single player leiknum sem hún spilaði núna í ár.
Ef þið viljið fylgja Rósu Björk á Twitch eða öllum helstu samfélagsmiðlum þá er nafnið @g00nhunter! Tjékkið á henni þegar hún er á Twitch!
Við þökkum Rósu kærlega fyrir komuna og hlökkum til að sjá hana aftur!
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.

140. Áramótasérþáttur Tölvuleikjaspjallsins 2022!
Þriðja árið okkar í loftinu er liðið og við erum í banastuði!
Þetta er búið að vera algjörlega frábært ár í alla staði, fullt af geðveikt skemmtilegum leikjum sem hafa vakið athygli og aðrir sem hafa mögulega flogið undir radar hjá okkur flestum.
Arnór Steinn og Gunnar taka saman allt sem gerðist á árinu. Við skoðum hvaða leikir komu út, hvað við vorum að spila, hvað vakti lukku og hvað endaði í krukku, ásamt því að velja okkar topp 10 lista yfir árið. Það veit auðvitað enginn hvaða leikur er í fyrsta sætinu hjá okkur báðum.
Í lokin förum við yfir hvað er væntanlegt árið 2023. Fjandinn hafi það, þar er SLATTA að finna!
Hvað fannst þér um árið 2022, tölvuleikjalega séð? Hvað var gott, hvað var slæmt? Ef það er eitthvað sem við algjörlega gleymdum að fjalla um sem gerðist á árinu, látið okkur vita!
Við hjá Tölvuleikjaspjallinu þökkum ykkur kærlega fyrir hlustunina og stuðninginn. Við værum ekki að þessu án ykkar. Haldið áfram að vera frábær og við munum gera okkar besta.
Takk, við elskum ykkur öll!
Þátturinn er í boði Elko Gaming, Hringdu og Serrano.

139. Marvel's Midnight Suns - með Tómasi Árna
Þegar djöflar og skrambar skríða um jörðina og Hefnararnir ná ekki að stoppa ógnina, þá þarf að kalla í Miðnætursólirnar!
Já heldur betur krakkar mínir, í þætti vikunnar tökum við fyrir Marvel‘s Midnight Suns. Leikurinn kom hressilega á óvart, er með skemmtilega turn-based spilun og alls konar gúmmelaði sem við vitum að þið munið fíla.
Við fengum góðann gest til að ræða leikinn með okkur, Tómas Árna sem hefur áður vermt gestastólinn og staðið sig með prýði.
Við tölum um karakterana, spilunina, útlit, tónlist og margt, margt fleira.
Hér er einn af óvæntustu leikjum ársins sem við mælum hiklaust með. Þátturinn er ágætlega laus við höskuldarviðvaranir, við spillum ekki fyrir neinum sögupunktum allavega.
Hvað fannst þér um Midnight Suns? Segðu okkur frá!
Þátturinn er í boði Elko Gaming, Hringdu og Serrano.

138. This is the Police vs Papers Please
Tökum okkur smá pásu frá þessum hefðbundnu AAA leikjum og kíkjum á tvo lítt þekkta!
Já börnin mín góð, það er kominn tími á einn góðann VS þátt, þar sem annar talar um leik sem hinn hefur ekki spilað. Við höfum gert nokkra svona þætti sem iðulega lætur fólk rífa upp veskið og festa kaup.
Arnór tekur fyrir leikinn Papers Please, þar sem þú tekur að þér verkefni landamæravarðar í kommúnistaríki á níunda áratugnum.
Gunnar talar um leikinn This is the Police, þar sem þú þarft að stýra deild lögreglumanna undir ógn mafíunnar, borgarstjórans og veikindadaga.
Báðir leikir eru stórfurðulegir, stórskemmtilegir og einstakir á sinn eigin hátt.
Hefur þú prófað Papers Please? Eða This is the Police? Segðu okkur frá!
Þátturinn er í boði Elko Gaming, Hringdu og Serrano.

137. Resident Evil umræða með Daníel Óla frá Trivialeikunum
"What is this, a crossover?"
Heldur betur kæru vinir! Við fengum góðann gest í myndverið fyrir þátt vikunnar, hann Daníel Óla sem er nördi mikill og stjórnandi spurningahlaðvarpsins Trivialeikarnir.
Umræðuefnið er RESIDENT EVIL serían í heild sinni! Daníel hefur spilað leikina áratugum saman og er mikill áhugamaður. Þar sem Arnór Steinn og Gunnar eru algjörir kjúklingar og hafa ekki prófað nógu mikið í seríunni fá þeir smá fræðslu um leikina.
Hvernig hefur serían þróast? Hvar eru háu punktarnir og lágu punktarnir?
Allt þetta og meira í stútfullum þætti vikunnar.
Við mælum eindregið með því að þið tjékkið á hlaðvarpinu hans Danna. Það er á öllum helstu hlaðvarpsveitum og einnig má finna Instagram reikning með sama nafni!
Þátturinn er í boði Elko Gaming, Hringdu og Serrano.

136. God of War Ragnarök - annar þáttur
Nú eru þrjár vikur síðan þessi frábæri leikur kom út og mörg ykkar eru ekki bara búin með hann - heldur búin að PLATÍNA hann.
Þá er upp lagt að við gerum annan þátt þar sem við getum rætt ALLA söguna án nokkurra takmarkana!
Já í þætti vikunnar fara Arnór Steinn og Gunnar yfir alla sögu leiksins, frá fyrstu sekúndum yfir í "leyni" endann. If you know, you know.
Við eyðum ekki fleiri orðum í þessa lýsingu, þar sem HÖSKULDARVIÐVÖRUN fylgir öllu efni þáttarins. Ef þið hafið ekki spilað leikinn allan þá mælum við með að skoða einhverja af hinum 135 þáttunum okkar áður en þið hoppið í þennan.
Ef Ragnarök er búinn hjá þér, hvað fannst þér? Er þetta leikur ársins? Láttu okkur vita!
Þátturinn er í boði Elko Gaming, Hringdu og Serrano.

135. CD Projekt Red
Pólski tölvuleikjaframleiðandinn CD Projekt Red hefur farið í gegnum ævintýralegan feril.
Þeir byrjuðu að selja krakkaða CD diska af vinsælum bandarískum leikjum árið 1994 og tuttugu árum síðar kom út The Witcher 3. Þetta er ofureinföldun á góðri sögu, en er efni vikunnar!
Arnór Steinn og Gunnar kafa í sögu CDPR, allt frá auðmjúkri byrjun yfir í að verða verðmætasta fyrirtæki Póllands á einum tímapunkti. Witcher serían og Cyberpunk eru auðvitað efst á baugi.
Við förum einnig eftir bestu getu yfir söguna á bak við Cyberpunk 2077. Þegar leikurinn kom út var ... tja ... ekki allt með felldu. Það er þó margt sem gæti komið á óvart, þannig hlustið/horfið vel!
Hvað finnst þér um CD Projekt Red? Einstakt fyrirtæki eða heppnir framleiðendur sem misnotuðu traust spilara?
Þátturinn er í boði Elko Gaming, Hringdu og Serrano.